760 manns eru í vinnu í Grindavík

Alls voru 250 manns að störfum í sjávarútvegi í vikunni.
Alls voru 250 manns að störfum í sjávarútvegi í vikunni. mbl.is/Eyþór

Tölu­verð um­svif eru í at­vinnu­líf­inu í Grinda­vík, þrátt fyr­ir að elds­um­brot hafi gengið nærri bæj­ar­bú­um og fyr­ir­tækj­um und­an­far­in miss­eri, þótt eðli­lega hafi dregið þar nokkuð úr. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Grinda­vík­ur­bæ sem birt hef­ur verið á vef bæj­ar­ins.

Í vik­unni var gerð könn­un meðal fyr­ir­tækja í bæn­um til að varpa ljósi á um­fang at­vinnu­starf­sem­inn­ar í Grinda­vík. Var sjón­um beint að því hve marg­ir starfs­menn grind­vískra fyr­ir­tækja væru að störf­um í bæn­um.

Í ljós kom að þeir eru 760 tals­ins og starfa hjá 34 fyr­ir­tækj­um. Var staðið að könn­un­inni á þann veg að tölvu­póst­ur var send­ur á net­fangalista fyr­ir­tækja í bæn­um og spurt um hversu marg­ir hefðu mætt til vinnu miðviku­dag­inn 15. janú­ar sl. Fram kem­ur að nokkuð góð svör­un hafi verið, en jafn­framt var hringt í nokk­ur fyr­ir­tæki sem ekki svöruðu könn­un­inni, þótt vitað væri að þau væru með starf­semi í bæn­um.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert