Allt hveiti er nú innflutt

Hveitimyllu Kornax niðri við Sund verður brátt lokað.
Hveitimyllu Kornax niðri við Sund verður brátt lokað. mbl.is/Hákon

„Við skoðuðum marga mögu­leika til að halda fram­leiðslunni áfram hér á landi en fund­um enga aðra sam­keppn­is­hæfa lausn,“ seg­ir Arn­ar Þóris­son for­stjóri Líf­l­ands. Hveiti­myllu Korn­ax í Korn­görðum verður lokað á næst­unni. Sú var eina hveiti­mylla lands­ins og því verður allt hveiti á Íslandi inn­flutt héðan í frá.

Arn­ar seg­ir í sam­tali að fyr­ir­tækið hafi leigt hús­næði und­ir myllu Korn­ax í Korn­görðum. Þegar Faxa­flóa­hafn­ir hafi ekki viljað fram­lengja leigu­samn­ing við fyr­ir­tækið hafi verið kannaðir mögu­leik­ar á að byggja nýja verk­smiðju á at­hafna­svæði fé­lags­ins á Grund­ar­tanga. Þá hafi komið í ljós að ekki feng­ist starfs­leyfi fyr­ir mat­væla­fram­leiðslu á þynn­ing­ar­svæði stóriðju­fyr­ir­tækj­anna sem þar starfa.

„Við leituðum til mat­vælaráðuneyt­is­ins um und­anþágu á þess­ari reglu því við töld­um ljóst að fram­leiðsla í lokuðu ferli væri óháð þess­um um­hverf­isþátt­um. Raun­ar er okk­ur sagt að von sé á breyt­ing­um á EES-regl­un­um um þessi þynn­ing­ar­svæði en við get­um ekki beðið eft­ir því. Niðurstaðan var að við yrðum að loka þess­ari fram­leiðslu og gera samn­ing við fram­leiðanda í Dan­mörku.“

Seg­ir að verð muni ekki hækka

Hann seg­ir enn frem­ur aðspurður að þess­ar breyt­ing­ar muni ekki leiða til hærra vöru­verðs. „Nei, við höf­um náð að gera fína samn­inga og náum að halda sama vöru­verði. Sem er gott enda hef­ur hveiti lækkað að und­an­förnu hér á landi frek­ar en hitt.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert