Andlát: Þórhallur Ásmundsson

Þórhallur lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 14. janúar síðastliðinn.
Þórhallur lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 14. janúar síðastliðinn. Ljósmynd/Aðsend

Þór­hall­ur Ásmunds­son, blaðamaður og fv. rit­stjóri Feyk­is, lést á Sjúkra­húsi Siglu­fjarðar 14. janú­ar síðastliðinn, 71 árs að aldri.

Þór­hall­ur fædd­ist 23. fe­brú­ar 1953 í Fljót­um í Skagaf­irði og ólst upp á Aust­ari-Hóli í Flóka­dal. For­eldr­ar hans voru Ásmund­ur Frí­manns­son og Ólöf S. Örn­ólfs­dótt­ir.

Þór­hall­ur flutt­ist til Sauðár­króks 1974 og lærði þar húsa­smíðar hjá Bygg­ing­ar­fé­lag­inu Hlyn. Hann hóf snemma að iðka knatt­spyrnu, lék lengst af með Tinda­stóli, þó fyrst með Völsungi á Húsa­vík, og í lok fer­ils­ins með Neista á Hofsósi, Þrym á Sauðár­króki og GKS á Sigluf­irði, en með því fé­lagi spilaði hann sinn síðasta deild­ar­leik sum­arið 2004, 51 árs að aldri.

Þór­hall­ur var einnig öfl­ug­ur skíðagöngumaður og keppti hér á landi og er­lend­is fram á efri ár, m.a. í Vasa-göng­unni í Svíþjóð. Hann lét snjó­leysi ekki stöðva sig á sumr­in og tók þá fram hjóla­skíðin.

Þór­hall­ur setti ham­ar­inn á hill­una 1986 og réðst til starfa sem blaðamaður á Sauðár­króki fyr­ir dag­blaðið Dag. Þór­hall­ur hafði þá um tíma skrifað um íþrótt­ir í héraðsfrétta­blaðið Feyki á Sauðár­króki og smitaðist þar af blaðamanna­bakt­erí­unni.

Hjá Degi var Þór­hall­ur í tvö ár, þar til hann tók við sem rit­stjóri Feyk­is 1988 og var í því starfi allt til 2004. Þá flutt­ist hann til Siglu­fjarðar og tók að sér rit­stjórn bæj­ar­blaðsins, Hell­unn­ar. Haustið 2007 flutti hann suður á bóg­inn, til Akra­ness, og starfaði sem blaðamaður á Skessu­horni til árs­ins 2015.

Þaðan lá leiðin aft­ur norður á Siglu­fjörð, þar sem hann tók ham­ar­inn fram aft­ur og vann um tíma við húsa­smíðar. Eft­ir að hann greind­ist með krabba­mein tók hann á ný til við skrif í Hell­una og síðasta efni hans þar birt­ist í októ­ber sl.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Þór­halls er Sól­veig Halla Kjart­ans­dótt­ir. Með fyrri eig­in­konu, Hólm­fríði Hjalta­dótt­ur, átti Þór­hall­ur börn­in Ásmund og Ólöfu Örnu. Fóst­ur­börn hans, og börn Sól­veig­ar, eru Sigrún Þóra, Páll Sæv­ar og Theo­dóra Sif. Í allt eru barna­börn­in níu tals­ins, barna­barna­börn­in tvö og eitt á leiðinni. Útför Þór­halls fer fram frá Siglu­fjarðar­kirkju laug­ar­dag­inn 1. fe­brú­ar kl. 13.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert