Eldur í ruslagámi á Suðurlandsbrautinni

Einn dælubíll var sendur á vettvang.
Einn dælubíll var sendur á vettvang. mbl.is/Eyþór

Eldur kviknaði í ruslagámi á byggingarsvæði á Suðurlandsbrautinni í Reykjavík. Útkallið barst á ellefta tímanum í kvöld.

Þetta segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Hann segir að einn dælubíll hafi verið sendur á vettvang og það hafi tekið um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir að um stóran endurvinnslugám hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert