Fagnar brú sem hann áður gagnrýndi

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrsta skóflustungan að Fossvogsbrú var …
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrsta skóflustungan að Fossvogsbrú var tekin í dag. mbl.is/Karítas

Eyj­ólf­ur Ármanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, seg­ir það draum allra sam­gönguráðherra að taka fyrstu skóflu­stungu að sam­göngu­mann­virkj­um.

Eyj­ólf­ur hef­ur áður verið gagn­rýn­inn á Foss­vogs­brúna en hann seg­ir það mik­il­vægt að skipst sé á skoðunum í lýðræðis­legri umræðu.

Fram­kvæmd­ir á Foss­vogs­brú hóf­ust form­lega í há­deg­inu í dag og var Eyj­ólf­ur á meðal þeirra sem tóku fyrstu stungu­skófl­ur að brúnni.

Gott að fram­kvæmd­ir séu hafn­ar

„Það er draum­ur allra sam­gönguráðherra að taka fyrstu skóflu­stungu að sam­göngu­mann­virkj­um,“ seg­ir Eyj­ólf­ur í sam­tali við mbl.is og held­ur áfram:

„Mér líst bara mjög vel á þetta. Það er mjög gott að fram­kvæmd­ir séu hafn­ar eft­ir lang­an und­ir­bún­ings­tíma. Von­andi munu fram­kvæmd­ir ganga hratt fyr­ir sig og við get­um tekið þetta í notk­un sem allra fyrst og séð ár­ang­ur­inn af und­ir­bún­ings­vinn­unni.“

Von­ast til að Skerja­fjarðar­brú­in komi seinna

Eyj­ólf­ur hef­ur áður verið einn af gagn­rýn­end­um brú­ar­inn­ar en í Alþing­is­ræðum frá því í sept­em­ber og októ­ber í fyrra sagði hann m.a. að brú­in væri óþörf og setti spurn­ing­ar­merki við af hverju ekki væri farið í að byggja brú eða jarðgöng yfir Skerja­förð.

„Ég spurði að því af hverju Skerja­fjarðar­brú­in væri ekki tek­in. Það var bara svona inn­legg inn í umræðuna frá mér til þess að fá upp­lýs­ing­ar og þetta var niðurstaðan.

Ég vona bara að hún komi seinna. Ég er ekki neinn um­ferðarsér­fræðing­ur eða svo­leiðis en þetta er niðurstaðan. Þetta er fyrst og fremst fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­ur og það er allt já­kvætt við þetta.“

Mik­il­vægt að það sé skipst á skoðunum

Formaður Flokks fólks­ins, Inga Sæ­land, hef­ur gagn­rýnt borg­ar­línu­verk­efnið og lýsti því í fyrra t.d. sem mik­il­mennsku­brjálæði og veru­leikafirr­ingu. Ert þú sjálf­ur áfram um verk­efnið?

„Þetta er sátt­máli. Höfuðborg­arsátt­máli er samn­ing­ur rík­is­ins við sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu og samn­ing­ar skulu standa. Að sjálf­sögðu mun rík­is­valdið standa við þann samn­ing. Ég er hér sem sam­gönguráðherra að taka skóflu­stungu og það er hluti af því verk­efni,“ seg­ir ráðherr­ann og held­ur áfram:

„Við höf­um nátt­úru­lega bara tekið þátt í lýðræðis­legri umræðu um þetta verk­efni sem er gríðarlega mik­il­vægt. Það er mik­il­vægt að þetta fari í gegn­um þetta lýðræðis­lega ferli og að það sé skipst á skoðunum. Það er bara hluti af því.“

Gert er ráð fyrir að brúin verði tekin í notkun …
Gert er ráð fyr­ir að brú­in verði tek­in í notk­un um mitt ár 2028. mbl.is/​Karítas

Mikið hags­muna­mál fyr­ir höfuðborg­ar­búa

Spurður hvort hann, sem sam­gönguráðherra, muni beita sér fyr­ir breyt­ing­um varðandi borg­ar­línu­upp­bygg­ing­una seg­ist Eyj­ólf­ur ekki hafa myndað sér skoðun á því. Hann seg­ir þó að allt sé já­kvætt við fyrstu lotu verk­efn­is­ins.

„Það er kveðið á í sátt­mál­an­um að það verði stöðugt end­ur­mat til að finna hag­kvæm­ustu lausn­ina og ég ef­ast ekki um að lýðræðis­leg umræða muni halda áfram um þenn­an stóra sátt­mála.“

Seg­ir Eyj­ólf­ur alla höfuðborg­ar­búa finna á hverj­um ein­asta degi þegar þeir keyri til vinnu hvað verk­efnið sé mikið hags­muna­mál fyr­ir höfuðborg­ina og lands­menn.

„Það mun stór­kost­lega auka verðmæta­sköp­un ef við sitj­um ekki föst í um­ferð í 40-50 mín­út­ur á dag.“

Eyólfur í dag ásamt Einar Þorsteinssyni borgarstjóra og Ásdísi Kristjánsdóttur, …
Eyólf­ur í dag ásamt Ein­ar Þor­steins­syni borg­ar­stjóra og Ásdísi Kristjáns­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Kópa­vogs. mbl.is/​Karítas

Breyt­ing á hönn­un olli mik­illi kostnaðar­hækk­un

Upp­haf­leg­ur verðmiði brú­ar­inn­ar hljóðaði upp á 2,25 millj­arða en hann var svo kom­inn í 8,8 millj­arða. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, for­veri þinn, sagði að hann hefði óskað eft­ir því inn­an sam­gönguráðuneyt­is­ins að útboð Reykja­vík­ur­borg­ar á brúnni yrði skoðað - hef­ur eitt­hvað komið úr þeirri vinnu?

„Ekki svo ég viti til. En það var þannig að upp­haf­lega miðaði hann við göngu­brú og svo var brú­in alltaf að breikka. Hún fór úr 7 metr­um upp í ein­hverja 15 metra og því var líka breytt að þetta yrði hjóla­brú og strætó­brú.“

Seg­ir Eyj­ólf­ur að málið hafi verið tekið fyr­ir í fjár­laga­nefnd á sín­um tíma þar sem fengn­ir voru full­trú­ar frá Vega­gerðinni og Betri sam­göng­um þar sem spurt var út í kostnaðar­hækk­un­ina. 

„Það er búið að upp­færa áætl­un­ar­gerðina varðandi kostnað í þessu verk­efni og það verður stöðugt end­ur­mat. Og við verðum að fara að standa okk­ur bet­ur í áætl­un­ar­gerð hvað þetta varðar.“

Ekki myndað sér skoðun varðandi veg­gjöld

Eitt af því sem kem­ur fram í sam­göngusátt­mál­an­um er hvernig skuli fjár­magna kom­andi fram­kvæmd­ir og er lagt upp með að hluti þeirr­ar fjár­mögn­un­ar komi út frá veg­gjöld­um.

Spurður hvort Eyj­ólf­ur sé áfram um að þau gjöld verði lögð á seg­ist hann ekki hafa myndað sér skoðun á því enn.

Seg­ir hann út­færslu­atriði eins og hvar veg­gjöld­in verða og hve há þau verða skipta gríðarlegu máli. Hann seg­ir þó að sjálfsagt sé að skoða það að not­end­ur ým­issa vega lands­ins borgi fram­kvæmd­irn­ar að hluta.

„Við erum eig­in­lega að stíga fyrstu skref­in hvað þetta varðar miðað við aðrar þjóðir varðandi veg­gjöld. En ég hef ekki myndað mér skoðun. Það þarf að vita hvar þessi veg­gjöld eiga ná­kvæm­lega að koma og hvernig það verður fram­kvæmt. Það á eft­ir að fara í mjög mikla rýni, bæði hjá sér­fræðing­um og líka í sam­fé­lagsum­ræðunni og þá tek­ur maður bara af­stöðu til þess.“

Mark­mið að hefja fram­kvæmd­ir á Sunda­braut á næsta ári

Þú hef­ur mikið talað fyr­ir Sunda­braut og m.a. viljað hefja fram­kvæmd­ir á næsta ári. Sérðu fyr­ir þér að það sé raun­hæft?

„Ég er ekki bú­inn að úti­loka það en það er sam­komu­lag innviðaráðherra og borg­ar­stjórn­ar um að hefja fram­kvæmd­ir 2026. Málið kem­ur úr um­hverf­is­mati núna í apríl og þá þarf að taka ákvörðun um það, hvort að það verði farið í Sunda­brú eða Sunda­göng.

Svo er spurn­ing bara um hönn­un­ar­ferli og útboðsferli og þá er spurn­ing hvort hægt sé að hefja fram­kvæmd­ir 2026. Það gæti dottið inn í 2027 en mark­mið mitt er klár­lega að það yrði 2026.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert