Fer að snjóa hressilega fyrir austan á morgun

Gular viðvaranir vegna veðurs eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, …
Gular viðvaranir vegna veðurs eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Kort/Veðurstofa Íslands

Dregið hefur úr vindi og snjókomu á austanverður landinu en enn er hvasst á norðvestanverðu landinu.

Þetta segir Marcel de Vries, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

Gul viðvörun vegna veðurs eru í gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra. Á þessum svæðum er hvasst og snjókoma eða skafrenningur með köflum og akstursskilyrði geta orðið erfið.

Marcel segir að hvasst verði á norðvestanverðu landinu fram á nótt og þá hvessi syðst á landinu í kvöld. Hann segir að það sé snjókoma með köflum fyrir norðan en rigning eða slydda með suðurströndinni.

„Á morgun gengur í vaxandi norðaustanátt og þá verður hvassast í Öræfunum, undir Eyjafjöllum og á Vestfjörðum. Það verður snjókoma eða slydda í flestum landshlutum en þegar líður á daginn fer að snjóa hressilega fyrir austan,“ segir Marcel de Vries.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka