Ferðalöngum ráðlagt að kanna aðstæður

Það verður hvasst m norðan- og austanvert landið í dag.
Það verður hvasst m norðan- og austanvert landið í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Hvössum vindi er spáð í dag og á morgun. Ferðalöngum er ráðlagt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað og kynna sér veður og veðurspá.

„Fyrir suðvestan land er lægðasvæði og skil frá því liggja til norðausturs. Hvöss norðaustanátt og snjóar víða í dag, einkum um norðan- og austanvert landið. Eftir hádegi dregur úr ofankomunni, þá verða norðaustan 18-23 m/s norðvestantil á landinu, en hægari vindur annars staðar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 

Á morgun má jafnvel gera ráð fyrir stormi eða roki syðst á landinu.

„Skilin hreyfast lítið og það er áfram spáð nokkuð hvössum vindi á morgun, jafnvel stormi eða roki syðst á landinu. Slydda, rigning eða snjókoma með köflum. Hiti kringum frostmark, en gæti skriðið yfir 5 gráður við suðurströndina þegar best lætur.“

Ekki er útlit fyrir óveður á höfuðborgarsvæðinu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert