Þjóðvegur 1 á milli Skaftafells að vestan og Hnappavalla að austan verður settur á óvissustig klukkan 8 í fyrramálið.
Er það vegna slæmrar veðurspár í Öræfasveit á morgun, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.
Segir þar að líklega þurfi að grípa til lokana með stuttum fyrirvara.
Fyrsta gula viðvörun Veðurstofunnar þessa helgina tók í gildi klukkan 3 í nótt og fellur svo síðasta í gildi klukkan 22 á mánudagskvöld.