Hundurinn fékk sviðsskrekk

Þórður Pálsson leikstjóri frumsýnir brátt hrollvekjuna The Damned hér á …
Þórður Pálsson leikstjóri frumsýnir brátt hrollvekjuna The Damned hér á landi en nú þegar hefur hún fengið góða dóma erlendis. mbl.is/Ásdís

Hroll­vekj­an The Damned, eða Hinir for­dæmdu eins og mynd­in gæti heitið á ís­lensku, er er­lend fram­leiðsla en leik­stjór­inn Þórður Páls­son er al­ís­lensk­ur. Hug­mynd­ina hef­ur hann gengið lengi með í mag­an­um og eft­ir margra ára ferli, mikla vinnu og dugnað er sag­an hans loks kom­in á hvíta tjaldið. Mynd­in hef­ur nú þegar verið frum­sýnd í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um og fengið lof­sam­lega dóma, meðal ann­ars í New York Times. The Damned, sem er á ensku, leggst vel í Kan­ann og var hún tekju­hæsta nýja mynd­in um frum­sýn­ing­ar­helg­ina. Íslend­ing­ar fá svo að berja hana aug­um 30. janú­ar.

Sag­an ger­ist í lok nítj­ándu ald­ar og seg­ir af fólki í ver­búð sem verður vitni að sjó­slysi. Erfiðar ákv­arðanir sem tekn­ar eru í kjöl­farið draga dilk á eft­ir sér með ófyr­ir­sjá­an­leg­um af­leiðing­um. Og hryll­ingi!

Erfið mórölsk spurn­ing

Á Óðins­götu heima hjá Þórði var gott að setj­ast niður yfir kaffi og spjalla. Þar býr hann ásamt kis­unni Gosa og kær­ustu sinni Dóru Hrund, en henni kynnt­ist hann ein­mitt við tök­urn­ar á The Damned.

Spurður um kveikj­una að sög­unni seg­ist Þórður hafa fengið hug­mynd­ina fyr­ir átta árum.

„Ég var að skrifa annað hand­rit og flutti vest­ur á Ísa­fjörð í þrjá mánuði. Ég kom ekki bíln­um úr inn­keyrsl­unni og það var allt á kafi í snjó. Ég þekkti eng­an þarna, en var reynd­ar með vini mín­um frá Suður-Afr­íku sem hafði aldrei upp­lifað neitt þessu líkt. Ég náði aðeins að upp­lifa landið á ann­an hátt í gegn­um hann. Ég byrjaði þá að skrifa þetta sem hliðar­sögu, en hafði heyrt sög­ur um hluti sem gerðust í gamla daga í fá­tæk­um fiskiþorp­um; sög­ur um að slökkt hefði verið á vit­um og skip sem steyttu á sker­um; af fólki sem fann hluti í fjör­unni og sög­ur af draug­um,“ seg­ir Þórður og seg­ist hafa farið að íhuga upp­runa drauga.

Joe Cole og Odessa Young eru í aðalhlutverkum. Þau þurftu …
Joe Cole og Odessa Young eru í aðal­hlut­verk­um. Þau þurftu að leika í ískulda fyr­ir vest­an. Ljós­mynd/​Lilja Jóns

„Marg­ar sög­ur enda ofan í skúffu en það er alltaf ástæða fyr­ir því ef maður get­ur ekki gleymt hug­mynd­inni og þróar hana áfram. Í þessu til­viki var það mór­alska spurn­ing­in sem kvikn­ar í mynd­inni sem dró mig áfram.“ 

Þoldi ekki stressið

Tök­ur hóf­ust á Vest­fjörðum í fe­brú­ar 2023 og stóðu yfir í sex vik­ur. Leik­ar­ar og tök­ulið þurftu að þola ískulda á setti, enda há­vet­ur á hjara ver­ald­ar.

„Þetta er mjög ís­lensk mynd að því leyti að við erum að vinna í gríðarleg­um kulda fyr­ir vest­an. Það eru eng­ir aðstoðar­menn fyr­ir leik­ar­ana og þau eru öll í períóðubún­ing­um al­veg að frjó­sa! Þau voru að drep­ast úr kulda og vildu bara klára sen­urn­ar. Ég var þarna í 66° úlp­unni minni með tref­il að biðja þau að leika sen­una einu sinni enn,“ seg­ir hann og bros­ir.

„Reynd­ar missti ég um tíma al­veg til­finn­ing­una í stóru tán­um,“ seg­ir hann.

„Svo vor­um við úti á sjó á ára­bát og þetta voru eng­ir sjó­menn. Þetta var mjög metnaðarfull bíó­mynd að gera á sex vik­um,“ seg­ir Þórður.

„Við byggðum sett inni í gam­alli neta­verk­smiðju þar sem innisen­urn­ar voru tekn­ar. Á miðri leið þurft­um við að breyta plan­inu. Við vor­um búin að skjóta hell­ing af útisen­um en vöknuðum einn dag­inn og snjór­inn var far­inn. Við skut­um því all­ar innisen­urn­ar og biðum til guðs að aft­ur færi að snjóa. Ég hringdi í ömmu Huldu, sem er í betra sam­bandi við al­mættið, og hún lofaði að tala við guð. Byrj­ar þá bara ekki að snjóa!“

Ýmis­legt fór úr­skeiðis við gerð kvik­mynd­ar­inn­ar; fleira en veðrið. Í mynd­inni átti að vera vina­leg­ur hund­ur sem síðar myndi breyt­ast í óarga­dýr.

„Hann átti að spila stóra rullu. Því miður fékk hann sviðsskrekk. Aum­ingja hund­ur­inn þoldi ekki stressið að hafa fimm­tíu til sex­tíu manns að horfa á hann leika,“ seg­ir Þórður og hlær.

„Aum­ingja kall­inn.“

Er að lifa draum­inn

Þórður seg­ist nú vera bú­inn að sleppa „barn­inu“ sínu út í heim. Nú er hann önn­um kaf­inn í viðtöl­um við blaðamenn víðs veg­ar að.

„Ekki gúggla nafnið mitt á YouTu­be,“ seg­ir hann og hlær.

„Aðal­atriðið er að mynd­in hef­ur fengið svo góða dóma úti. Ég er bú­inn að læra að dóm­ar skipta máli, en hún fær 91% á Rotten Tom­atoes. Það var fjallað um mynd­ina í Variety og New York Times og þau voru mjög hrif­in. Það tala all­ir um þetta and­rúms­loft í mynd­inni. Svo tala all­ir um Odessu Young sem leik­ur Evu. Hún er ung en með þroskaða sál. Hún er framtíðarstjarna í Banda­ríkj­un­um og lék ný­verið í nýju Bruce Springsteen-mynd­inni,“ seg­ir hann.

Þórður leikstýrir hópi af þekktum erlendum leikurum.
Þórður leik­stýr­ir hópi af þekkt­um er­lend­um leik­ur­um. Ljós­mynd/​Lilja Jóns

Ertu ánægður að hafa valið þetta starf, að vera kvik­mynda­leik­stjóri?

„Já, ég er að lifa draum­inn minn. Ég er al­inn upp af dá­sam­legri móður og fékk það í vega­nesti að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég set mér raun­hæf mark­mið fyr­ir framtíðina og tek eitt skref í einu,“ seg­ir Þórður og seg­ist stefna hátt. Hann vildi ekki vera í neinu öðru starfi.

„Ég er ekki góður í neinu öðru.“

Ítar­legt viðtal er við Þórð í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert