Tveir með allar tölur réttar

Lottó potturinn verður tvöfaldur í næstu viku.
Lottó potturinn verður tvöfaldur í næstu viku. mbl.is/Karítas

Lottó potturinn verður tvöfaldur í næstu viku en hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út í útdrætti kvöldsins.

Hins vegar voru tveir heppnir með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum. Hvort þeirra fær tvær milljónir í vinning.

Miðarnir voru keyptir hjá knattspyrnudeild Fram og í Lottó appinu.

Sjö fengu annan vinning í Jókernum og fær hver þeirra 125.000 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka