Vegir lokaðir og margir á óvissustigi

Fjarðarheiði var lokuð fyrir umferð í nótt. Mynd úr safni.
Fjarðarheiði var lokuð fyrir umferð í nótt. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Nokkr­ir veg­ir á norðaust­an - og aust­an­verðu land­inu eru lokaðir og þá hafa veg­ir verið sett­ir á óvissu­stig vegna veðurs en víða er hvassviðri og snjó­koma.

Á vef Vega­gerðar­inn­ar, um­ferðin.is, kem­ur fram að ófært sé á flest­um leiðum á Aust­fjörðum. Til að mynda er ófært um Öxi og Breiðdals­heiði og veg­ur­inn um Fjarðar­heiði er lokaður og verður það fram yfir há­degi með til­liti til veður­spár. Þá eru veg­irn­ir um Vopna­fjarðar­heiði, Möðru­dals­ör­æfi og Mý­vatns­ör­æfi lokaðir og er beðið með mokst­ur.

Ófært er á Siglu­fjarðar­heiði og veg­irn­ir um Klett­háls, Stein­gríms­fjarðar­heiði og Þrösk­ulda eru á óvissu­stigi og gætu lokað með stutt­um fyr­ir­vara. Þá er ófært um Dynj­and­is­heiði.

Á Vest­ur­landi hafa veg­irn­ir um Fróðár­heiði, Svína­dal, Bröttu­brekku, Holta­vörðuheiði verið sett­ir á óvissu­stig klukk­an 12 og gætu lokast með stutt­um fyr­ir­vara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert