E.coli baktería greindist í sýni teknu af neysluvatni í fyrirtæki á Höfn í Hornafirði.
Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu frá Hornafirði.
Til að gæta fyllsta öryggis eru íbúar Hafnar og Nesja beðnir um að sjóða allt neysluvatn.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands mun taka fleiri sýni til greiningar eftir helgi.