„Ég sé ljósið, ég sé ljósið, ég sé ljósið“

Elma Dögg á heimili sínu með mynd úr Álftafirðinum á …
Elma Dögg á heimili sínu með mynd úr Álftafirðinum á veggnum. mbl.is/Karítas

„Ég man þetta mjög skýrt og hef alltaf getað lýst þess­um aðstæðum þegar ég hef verið spurð út í at­vikið. Þessi dag­ur 16. janú­ar er enn rosa­lega erfiður þótt ég sé orðin full­orðinn. Þenn­an dag töl­um við í fjöl­skyld­unni um þessa at­b­urði þótt for­eldr­ar mín­ir hafi lengi vel átt mjög erfitt með að ræða þetta. Ég held að það hjálpi manni mikið að segja hlut­ina upp­hátt,“ seg­ir Elma Dögg Frosta­dótt­ir þegar blaðamaður Morg­un­blaðsins sest niður með henni á heim­ili henn­ar í Grafar­holt­inu í Reykja­vík.

Þjóðar­at­hygli vakti þegar frétt­ir bár­ust af björg­un Elmu úr snjóflóðinu í Súðavík en hún hafði legið föst í rúst­um æsku­heim­il­is­ins í 15 klukku­tíma. Björg­un þess­ar­ar 14 ára gömlu stúlku var ein fárra góðra frétta sem land­an­um bár­ust frá Súðavík þessa dimmu daga fyr­ir þrem­ur ára­tug­um. Elma var í fasta­svefni eins og for­eldr­ar henn­ar, Frosti og Björg, sem einnig björguðust. Gunn­ar bróðir henn­ar gisti hjá kær­ustu sinni þessa nótt í húsi sem lenti ekki í flóðinu og sú þriðja í systkina­hópn­um, Ingi­björg, bjó í Reykja­vík.

„Þegar högg­bylgj­an kom á und­an snjóflóðinu sjálfu þá myndaðist ofboðsleg­ur hávaði sem ég vaknaði við og rúðan í her­berg­inu sprakk. Ég var að reyna að rísa upp til að sjá hvað væri um að vera þegar flóðið skall á. Fata­skáp­ur­inn fór ofan á mig og ég fékk nógu þungt högg á mjó­b­akið til þess að ég missti meðvit­und. Ég hafði sofið með höfuðið upp við skápend­ann. Skáp­ur­inn féll yfir mig og bjargaði lífi mínu því snjór­inn komst ekki ofan á mig fyr­ir vikið. Rúmið var al­veg upp við skáp­inn og hann kramdi mig því ekki. And­litið snéri upp að veggn­um og ég fékk því smá rými til að anda. Í raun voru tvö þök ofan á mér og bíll ná­grann­ans við fæt­urna,“ út­skýr­ir Elma en upp­lýs­ing­ar sem þess­ar fékk hún síðar því hún áttaði sig ekki á því að hún hafði lent í snjóflóði.

Á sjúkrahúsinu Elma og fjölskylda á forsíðu blaðsins 19. janúar …
Á sjúkra­hús­inu Elma og fjöl­skylda á forsíðu blaðsins 19. janú­ar 1995.

Skáp­ur­inn bjargaði

„Það tók mig svo­lítið lang­an tíma að vita af mér í þess­um aðstæðum og ég vissi ekki að þetta væri snjóflóð. Ég hafði legið nokkra stund þegar ég heyrði skrítið hljóð en hljóðið hvarf aft­ur. Eft­ir á að hyggja tel ég að þá hafi björg­un­ar­menn verið að leita að mér í her­berg­inu við hliðina út frá teikn­ingu af hús­inu. En ég lá dýpra en það svæði sem þeir leituðu á enda mikið drasl á milli okk­ar. Þegar leið á biðina var ég með hálf­gerðu óráði og var með alls kyns rang­hug­mynd­ir. Þá var mér farið að líða ofboðslega illa,“ rifjar Elma upp og út­skýr­ir ör­lítið bet­ur um hvað þess­ar rang­hug­mynd­ir snér­ust.

„Ég skildi ekki af hverju mamma og pabbi væru ekki vöknuð og búin að fjar­lægja þenn­an skáp ofan af mér. Eða hvers vegna bróðir minn hefði ekki hjálpað mér því hann kom alltaf við heima á morgn­ana áður en hann fór til vinnu. Biðin var löng. Í mín­um huga hafði veðrið bara verið svo slæmt að rúðan hafði brotnað og vind­ur­inn feykt skápn­um ofan á mig. Ég hafði verið lengi að sofna út af lát­un­um í veðrinu.“

Lífið var að fjara út

Eft­ir 15 klukku­tíma í mikl­um kulda, með vökvaskort, lík­am­lega kval­in og með tak­markað súr­efni seg­ir Elma það vera ljóst að ekki hefði mátt tæp­ara standa. Leit­ar­hund­ar eru með ólík­ind­um snjall­ir og einn þeirra hafði haldið áfram að vekja at­hygli leit­ar­manna á þess­um rúst­um eft­ir að for­eldr­um Elmu hafði verið bjargað eft­ir há­degið. Glögg­ur björg­un­ar­sveit­armaður greindi þegar Elma öskraði og var hann stadd­ur nokkuð fyr­ir ofan hana.

„Ég kallaði á mömmu og hélt áfram að kalla á hana þótt hún kæmi ekki. Ég öskraði af öll­um lífs og sál­ar kröft­um og loks­ins var mér svarað. Það tók mig tíma að skynja hvað væri verið að segja við mig því ég var svo rugluð. Hann var með vasa­ljós og reyndi að lýsa til að finna mig. Hann spurði mig nokkr­um sinn­um hvort ég sæi ljósið. Þá small eitt­hvað sam­an í höfðinu á mér og ég gat svarað hon­um: „Ég sé ljósið, ég sé ljósið, ég sé ljósið.“ Fljót­lega eft­ir það varð ég skýr­ari í hugs­un en lækn­ir­inn sagði mér síðar að ég hefði verið að fjara út. Þetta var komið á það stig að ég hefði ekki fund­ist lif­andi ef þeir hefðu ekki fundið mig akkúrat á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Elma og í fram­hald­inu var siglt með hana til Ísa­fjarðar. Til­vilj­an­ir í þessu lífi eru gjarn­an merki­leg­ar. Ísfirðing­ur, 19 ára að aldri, sem fór sem sjálf­boðaliði í björg­un­ar­starfið, var einn þeirra sem báru Elmu úr rúst­un­um og í frysti­húsið þar sem mót­taka var fyr­ir þá sem björguðust. Hann er kær­asti Elmu í dag.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 16. janú­ar.  

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert