Freyja verður til taks

Varðskipið Freyja.
Varðskipið Freyja. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Varðskipið Freyja er á leið austur vegna snjóflóðahættu í Neskaupstað og á Seyðisfirði.

Veðurstofa Íslands lýsti yfir óvissustigi á Austfjörðum vegna snjóflóðahættu og taka rýmingar gildi á stöðunum klukkan 18.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir við mbl.is að varðskipið hafi verið fyrir norðaustan land en í samráði við lögregluna á Austfjörðum hafi verið ákveðið að senda skipið til að vera til taks.

Hann segir að varðskipið verði komið á leiðarenda á milli klukkan 22-23 í kvöld en ekki sé endanlega búið að taka ákvörðun um hvort skipið verði staðsett á Seyðisfirði eða í Neskaupstað.

Hann segir að það verði gert þegar nær dregur í samráði við lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert