Gerir ráð fyrir að nefndin fundi daglega

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga fundar aftur á morgun og gerir …
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga fundar aftur á morgun og gerir formaðurinn ráð fyrir daglegum fundum þar til verki er lokið. mbl.is/Hákon

Und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir rann­sókn kosn­inga kem­ur sam­an á morg­un og mun halda áfram um­fjöll­un um ein­staka kafla um­sagn­ar lands­kjör­stjórn­ar um fram­kvæmd alþing­is­kosn­ing­anna.

Þetta upp­lýs­ir Dag­ur B. Eggerts­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður nefnd­ar­inn­ar.

Þurfa að end­ur­skoða fram­kvæmd utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu

Um­sögn­inni var skilað til Alþing­is á miðviku­dag og þar kom fram að nokkr­ir ann­mark­ar hefðu verið á fram­kvæmd kosn­ing­anna.

„Lands­kjör­stjórn tel­ur brýnt að end­ur­skoða með heild­stæðum hætti fram­kvæmd utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu, bæði hér heima og er­lend­is, sér­stak­lega með það í huga að gera hana skil­virk­ari og ör­ugg­ari í fram­kvæmd,“ seg­ir m.a. í um­sögn lands­kjör­stjórn­ar.

Ger­ir ráð fyr­ir dag­leg­um fund­um 

Und­ir­bún­ings­nefnd­in fundaði með lands­kjör­stjórn á föstu­dag og fékk yf­ir­um­ferð um um­sögn­ina.

Seg­ist Dag­ur gera ráð fyr­ir dag­leg­um fund­um sem meg­in­reglu þar til nefnd­in klár­ar verk­efni sitt en seg­ir tíma­áætl­un þó ekki liggja fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert