Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman á morgun og mun halda áfram umfjöllun um einstaka kafla umsagnar landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninganna.
Þetta upplýsir Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar.
Umsögninni var skilað til Alþingis á miðvikudag og þar kom fram að nokkrir annmarkar hefðu verið á framkvæmd kosninganna.
„Landskjörstjórn telur brýnt að endurskoða með heildstæðum hætti framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér heima og erlendis, sérstaklega með það í huga að gera hana skilvirkari og öruggari í framkvæmd,“ segir m.a. í umsögn landskjörstjórnar.
Undirbúningsnefndin fundaði með landskjörstjórn á föstudag og fékk yfirumferð um umsögnina.
Segist Dagur gera ráð fyrir daglegum fundum sem meginreglu þar til nefndin klárar verkefni sitt en segir tímaáætlun þó ekki liggja fyrir.