Rýmingu er lokið í Neskaupstað og á Seyðisfirði

Unnið að snjómokstri í Neskaupstað. Mynd úr safni.
Unnið að snjómokstri í Neskaupstað. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rýmingu, sem tók gildi klukkan 18 í Neskaupstað og á Seyðisfirði, er lokið. Íbúar á rýmingarsvæðum eru í heild um 170. Allir eru komnir með húsaskjól.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Öll starfsemi óheimil

Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld var viðbótarrýming ákveðin af hálfu Veðurstofu Íslands á þremur rýmingarreitum á Seyðisfirði, reitum SE03, SE04 og SE05.

Þar er um atvinnuhúsnæði að ræða, m.a. gistiheimili. Gert var ráð fyrir að rýmingu lyki fljótlega en hún tók gildi kl. 20.

Lögregla vekur athygli á að öll starfsemi er óheimil í húsunum meðan á rýmingu stendur. Þau verða því lokuð á morgun.

Svæðin sem viðbótarrýmingin tekur til eru lituð gul á myndinni.
Svæðin sem viðbótarrýmingin tekur til eru lituð gul á myndinni. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert