Boðar frumvörp um virkjanir

Jóhann Páll Jóhanns­son umhverfis-, orku- og loftslags­ráðherra.
Jóhann Páll Jóhanns­son umhverfis-, orku- og loftslags­ráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jó­hann Páll Jó­hanns­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra hyggst leggja fram frum­vörp skjótt eft­ir þing­setn­ingu til þess að greiða fyr­ir fram­kvæmd­um við Hvamms­virkj­un og ein­falda reglu­verk vegna orku­öfl­un­ar.

Jó­hann Páll staðfest­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að í ráðuneyti hans sé unnið að laga­breyt­ing­um vegna ný­fall­ins dóms í héraðsdómi Reykja­vík­ur um ógild­ingu virkj­un­ar­leyf­is Lands­virkj­un­ar.

„Þá er horft til breyt­ing­ar á lög­um um stjórn vatna­mála til fram­búðar, til þess að skýra bet­ur þessi atriði sem reyndi á í dóm­in­um og bent var á í minn­is­blöðum í tíð for­vera minna,“ seg­ir Jó­hann Páll.

„En það er líka verið að horfa til ákveðinna laga­breyt­inga til þess að tryggja fram­gang Hvamms­virkj­un­ar og koma í veg fyr­ir frek­ari taf­ir.“

Ráðherra ætl­ar ekki að láta þar við sitja og seg­ir frek­ari breyt­ing­ar á lagaum­hverf­inu nauðsyn­leg­ar.

„Ég er með á þing­mála­skrá frum­varp um ýms­ar laga­breyt­ing­ar til þess að ein­falda leyf­is­veit­inga­kerfið og gera það skil­virk­ara,“ seg­ir Jó­hann Páll og kveður ýmis ný­mæli fel­ast í því, stærri skref en áður hafi verið ráð fyr­ir gert í ráðuneyt­inu.

„Kerfið á ekki að vera eins og slöngu­spil þar sem skila þarf sömu gögn­un­um inn aft­ur og aft­ur til mis­mun­andi stofn­ana. Í því felst gríðarleg­ur tví­verknaður og tíma­sóun.

Það þarf að gera allt kerfið ein­fald­ara og skil­virk­ara og við kom­um strax inn á þing með laga­frum­varp sem snýst um ná­kvæm­lega það.“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðu telja ekki mik­ill­ar fyr­ir­stöðu að vænta við frum­vörp þessi í sín­um her­búðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert