„Ekki góð áferð á þessu máli“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en …
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en Dagur veitir und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir rann­sókn kosn­inga formennsku. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/Hákon

„Það er ekki góð áferð á þessu máli. Landskjörstjórn hefur komið því frá sér og beint því til okkar að það skipti máli að endurskoða og fara betur yfir framkvæmdina.“

Þetta segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um þá ágalla sem komið hafa í ljós við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu í nýliðnum alþingiskosningum.

Býst við tilmælum frá kjörbréfanefnd

„Við bíðum eftir að kjörbréfanefnd fái tíma til að funda og komast að sinni niðurstöðu,“ segir hún og bætir við að það skipti máli upp á traust á lýðræðinu að lagst verði yfir niðurstöðuna.

„Ég býst við að kjörbréfanefndin muni gera það og koma með einhver tilmæli.“

Núverandi fyrirkomulag

Er eðlilegt að nefnd skipuð alþingismönnum fari yfir mál sem getur haft áhrif á hvaða þingmenn eru inn á þingi og hverjir ekki?

„Þetta er fyrirkomulagið sem við höfum akkúrat núna. Það er það sem ég segi á þessum tímapunkti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert