Fjögur hús rýmd til viðbótar á Seyðisfirði

Mikið hefur snjóað á Seyðisfirði. Myndin er tekin í desember …
Mikið hefur snjóað á Seyðisfirði. Myndin er tekin í desember 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikið hef­ur snjóað á Aust­fjörðum í gær og nótt, sér­stak­lega á Seyðis­firði. Síðla næt­ur dró úr ofan­komu en gert er ráð fyr­ir af eft­ir há­degi auk­ist ofan­koma aft­ur og haldi áfram fram yfir miðnætti.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á bloggsíðu Veður­stofu Íslands um of­an­flóð. Þar seg­ir að í gær hafi fallið snjóflóð í Færi­valla­skriðum og Hval­nesskriðum og í dag hafi komið í ljós þrjú nokkuð stór snjóflóð ofan og inn­an við Nes­kaupstað.

Vant­ar 200 metra upp á leiðigarð

Ákveðið hef­ur verið að rýma fjög­ur hús í Bakka­hverfi á Seyðis­firði norðan Fjarðarár til viðbót­ar við rým­ingu húsa sem rýmd voru í gær.

Þar seg­ir enn­frem­ur að ofan Bakka­hverf­is sé unnið að bygg­ingu leiðgarðs, sem nefnd­ur hef­ur verið Bakkag­arður, og vant­ar upp á að efstu 200 metr­ar garðsins séu kom­inn í fulla hæð og eru hús­in sem ákveðið hef­ur verið að rýma und­ir þess­um hluta garðsins.

Veður­spá ger­ir ráð fyr­ir að þessu veðri sloti nokkru eft­ir miðnætti eða seint í kvöld og má gera ráð fyr­ir að dragi úr snjóflóðahættu á Aust­fjörðum í fram­haldi af því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert