Gert er ráð fyrir að ofankoma á Austfjörðum aukist eftir hádegi og haldi áfram fram yfir miðnætti.
Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi segir að ákveðið hafi verið að rýma fjögur hús í Bakkahverfi á Seyðisfirði norðan Fjarðarár til viðbótar við rýmingu húsa undir Strandartindi frá í gær.
Enn fremur segir í tilkynningunni að björgunarsveitarmenn séu þessa stundina að ganga í þau tvö fjölbýlishús sem verða rýmd, að Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8, 10 og 12 og veita íbúum leiðbeiningar varðandi atriði sem gott er að hafa í huga við rýmingu.
Veðurspá gerir ráð fyrir að veðrinu sloti nokkru eftir miðnætti eða seint í kvöld. Gera má ráð fyrir að dragi úr snjóflóðahættu á Austfjörðum í framhaldi af því.
Fjöldahjálparstöð er opin í Herðubreið en rýming tekur gildi klukkan 14.