„Getum verið að tala um ár eða áratugi“

Skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Upptök …
Skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Upptök skjálftanna eru þó langt frá Ljósufjöllum sjálfum. mbl.is/Árni Sæberg

Hátt í 200 skjálft­ar hafa mælst í Ljósu­fjalla­kerf­inu frá ára­mót­um og eru það marg­falt fleiri skjálft­ar en mæld­ust á árs­grund­velli í eld­stöðvar­kerf­inu fyr­ir árið 2023. Fyr­ir helgi kom skjálfta­hrina fram á mæl­um en all­ir skjálft­arn­ir eru á miklu dýpi.

„Ljósu­fjalla­kerfið er ansi virkt núna, fyr­ir helgi kom smá hrina. Þetta eru skjálft­ar á miklu dýpi, á um 16-20 kíló­metra dýpi. Út frá því hvernig skjálfta­virkn­in hag­ar sér og hvað hún er djúp er lík­leg­ast að um kviku­hreyf­ingu sé að ræða.“

Þetta seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

176 skjálft­ar frá ára­mót­um

Nú hafa alls 176 skjálft­ar mælst frá ára­mót­um, en Veður­stofa Íslands kom GPS-mæli fyr­ir í Hít­ar­dal í sept­em­ber á síðasta ári til að auka vökt­un á Snæ­fellsnesi. Var það meðal ann­ars gert vegna auk­inn­ar virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu, en upp­tök skjálft­anna eru milli tveggja vatna, Grjótár­vatns og Há­leiks­vatns.

Eld­stöðva­kerfið dreg­ur nafn sitt af Ljósu­fjöll­um, en miðja kerf­is­ins er tal­in vera þar. Ljósu­fjöll sjálf eru þá tals­vert langt frá þeim stað er upp­tök skjálft­anna eru.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni.
Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stof­unni. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Alltaf ein­hverj­ar lík­ur á gosi

Aðspurður seg­ir Bene­dikt alltaf ein­hverj­ar lík­ur á gosi en á hvaða tímaskala það er geti verið erfitt og í raun­inni eng­in leið að spá fyr­ir um.

„Við get­um verið að tala um ár eða ára­tugi en við get­um líka verið að tala um styttri tíma.“

Þá tek­ur hann dæmi um tím­ann sem slíkt get­ur tekið. Djúp skjálfta­virkni hófst í Eyja­fjalla­jökli í kring­um árið 1992 sem seinna kom í ljós að var fyr­ir­boði um gosið víðfræga í Eyja­fjalla­jökli árið 2010.

„Þannig að það voru um tveir ára­tug­ir sem það tók. Þannig að við get­um ekk­ert sagt um hvaða tímaskali er á svona hlut­um, við bara fylgj­umst með þessu,“ seg­ir Bene­dikt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert