Hækka hættumat um mánaðamótin

Hættumat verður líklega hækkað á Reykjanesinu um mánaðamótin.
Hættumat verður líklega hækkað á Reykjanesinu um mánaðamótin. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mjög mik­il óvissa um það hversu lengi þetta held­ur áfram áður en eitt­hvað ger­ist en bara miðað við hvernig þetta hagaði sér síðast þá mun­um við ör­ugg­lega hækka hættumatið ein­hvern tím­ann í kring­um mánaðamót­in.“

Þetta seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is, aðspurður um stöðuna á Reykja­nesskaga.

Hættumat vís­ar til þess að aukn­ar lík­ur eru tald­ar á gosi sem hef­ur áhrif á viðbúnaðarstig viðbragðsaðila á staðnum.

„Þá höf­um við nán­ari augu á þessu og menn til­bún­ir í að það geti byrjað hvenær sem er,“ seg­ir Bene­dikt. „En það þýðir ekki endi­lega að það byrji al­veg strax, við gæt­um þurft að bíða svo­lítið.“

Miða við fyrri reynslu

Þá seg­ir Bene­dikt mik­il­vægt að bíða ekki of lengi með að hækka hættumatið, að feng­inni reynslu.

„Miðað við hvernig þetta þjófst­artaði síðast þá verðum við að passa okk­ur með að bíða ekki of lengi með að hækka þetta hættumat og það gæti þýtt að við þurf­um að bíða leng­ur eft­ir gosi. Menn verða bara að vera þol­in­móðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert