Óvenjuleg virkni sem getur leitt til eldgoss

Virkni í Bárðarbungu hefur ekki verið mikil síðan á þriðjudag …
Virkni í Bárðarbungu hefur ekki verið mikil síðan á þriðjudag í síðustu viku. mbl.is/Rax

Skjálfta­hrin­an sem varð í Bárðarbungu á þriðju­dag í síðustu viku telst óvenju­leg og hef­ur slík virkni aðeins sést tvisvar áður, í til­fell­um sem bæði enduðu með eld­gosi.

Þetta seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Þannig að við átt­um al­veg eins von á að eitt­hvað meira færi í gang þarna en það gerði það ekki. En þetta er klár­lega að segja okk­ur að við þurf­um að hafa nán­ari gæt­ur á Bárðarbungu og get­um bú­ist við að hún geri eitt­hvað hvenær sem er,“ seg­ir Bene­dikt.

Þá seg­ir hann skjálfta­hrin­una, sem varði í þrjár klukku­stund­ir, ein­angraða og lítið hafi gerst á svæðinu síðan.

Benedikt Gunnar Ófeigsson.
Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son. mbl.is/​Eyþór

Fylgj­ast vel með

„Flest eld­gos sem tengj­ast Bárðarbungu eru ekki í eld­stöðinni sjálfri. Það eru ekki mörg gos sem koma upp þar, þó að ekki sé hægt að úti­loka það. Í flest­um til­fell­um erum við að sjá kviku fara inn í sprungu­sveim­ana, til dæm­is í Dyngju­hálsi eða í Holu­hrauni árið 2014,“ seg­ir Bene­dikt.

„En við höf­um eng­in tól eða tæki til að sjá fyr­ir um hvernig þetta hag­ar sér endi­lega en við fylgj­umst bara vel með.“

Þróun á jarðhita­virkni

Aðspurður seg­ir Bene­dikt ólík­legt að virkn­in sjá­ist á yf­ir­borði, frek­ar sé um að ræða merki um kviku á miklu dýpi.

Hann seg­ir þrýst­ing­inn lík­lega kom­inn að þeim mörk­um að kvik­an geti farið að brjóta jarðskorp­una og farið af stað. Hann seg­ir þó lík­legt að slíkt taki sinn tíma. Því eigi hann ekki von á að flug yfir svæðið komi til með að gefa nokkr­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar.

Hann bend­ir þó á að, óháð nú­ver­andi ástandi, sé reglu­lega flogið yfir Bárðarbungu í þeim til­gangi að fylgj­ast með jarðhita­virkn­inni á svæðinu.

„Það er lang­tíma­ferli sem seg­ir okk­ur yf­ir­leitt ekki til um hvað er að ger­ast akkúrat núna held­ur frek­ar til lengri tíma,“ seg­ir Bene­dikt.

„Eft­ir gosið í Holu­hrauni höf­um við séð tals­verða þróun á jarðhita­virkni. Það eru komn­ir nýir jarðhi­takatl­ar sem hafa mynd­ast inni í öskj­unni þannig að það er eitt­hvað sem er fylgst með reglu­lega og eru reglu­leg yf­ir­flug til að kort­leggja það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka