„Við teljum dóminn í meginatriðum rangan“

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­virkj­un hef­ur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem snýr að virkj­un­ar­leyfi Hvamms­virkj­un­ar, en leyfið var fellt úr gildi með dómi í síðustu viku. Jafn­framt mun Lands­virkj­un óska eft­ir því að málið fari beint til Hæsta­rétt­ar og sleppi þar með milli­dóms­stig­inu Lands­rétti.

Í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un seg­ir að ástæða áfrýj­unn­ar sé ein­föld. „Við telj­um dóm­inn í meg­in­at­riðum rang­an. Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja lög­gjaf­ans á þann hátt sem þar er gert.“

Ekki ætl­un lög­gjaf­ans

Seg­ir jafn­framt að ef það hafi verið ætl­un lög­gjaf­ans að lög um stjórn vatna­mála skyldu standa í vegi fyr­ir nýj­um vatns­afls­virkj­un­um hér á landi, sem og öll­um öðrum stærri fram­kvæmd­um eins og brú­ar­gerð, flóðvarn­ar­görðum, dýpk­un hafna o.fl. Sem kunni að hafa áhrif á vatns­hlot, þá hefði það verið ein stærsta póli­tíska ákvörðun þess tíma. Hins veg­ar sjá­ist hvergi merki þess í skjöl­um eða umræðum á Alþingi að lög­gjaf­inn hafi haft hug á að um­bylta mál­um með þeim hætti.

Svona myndi Hvammsvirkjun líta út samkvæmt tölvuteikningu frá Landsvirkjun.
Svona myndi Hvamms­virkj­un líta út sam­kvæmt tölvu­teikn­ingu frá Lands­virkj­un. Tölvu­mynd/​Lands­virkj­un

Tel­ur Lands­virkj­un þess í stað þrennt vera al­veg ljóst þegar fer­ill lag­anna á Alþingi er skoðaður:

„i) Til­gang­ur lög­gjaf­ar­inn­ar var að inn­leiða vatna­til­skip­un­ina án nokk­urra efn­is­legra breyt­inga.

Um breyt­ing­ar­til­lög­ur nefnd­ar­inn­ar kem­ur eft­ir­far­andi t.a.m. fram í ræðu Marðar Árna­son­ar, þáver­andi þing­manns Sam­fylk­ing­ar og fram­sögu­manns um­hverf­is­nefnd­ar: „Að auki legg­ur nefnd­in til ýms­ar efn­is­breyt­ing­ar sem ekki er fjallað um hér, minni hátt­ar, og þar að auki ýms­ar laga­tækni­leg­ar breyt­ing­ar og mál­fars­breyt­ing­ar sem þörf er á við spánnýja lög­gjöf.“

ii) Til­gang­ur laga um stjórn vatna­mála er ekki að koma í veg fyr­ir all­ar fram­kvæmd­ir sem hafa áhrif á vatns­hlot.

Úr ræðu Birg­is Ármanns­son­ar, þáver­andi full­trúa Sjálf­stæðis­flokks í nefnd­inni, um málið:

„...um það hafa ekki verið hörð póli­tísk átök. Frem­ur hef­ur verið deilt um orðalag og slíka þætti sem ekki varða neina meg­in­stefnu.“

iii) Ekk­ert bend­ir til þess að lög­gjaf­inn hafi vís­vit­andi ætlað að þrengja enn frek­ar skil­yrði fyr­ir vatns­afls­virkj­un­um en vatna­til­skip­un­in mæl­ir fyr­ir um.

1. júlí 2015 samþykkti Alþingi þings­álykt­un sem færði Hvamms­virkj­un úr biðflokki í ork­u­nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar. Slík álykt­un hefði tæp­lega náð fram að ganga ef lög­gjaf­inn ætlaði að haga stjórn vatna­mála á þann veg að koma bein­lín­is í veg fyr­ir að virkj­un­in yrði að veru­leika.“

Gæti valið mik­illi sein­kunn

Þá er tekið fram að þegar séu um­fangs­mikl­ar und­ir­bún­ings­fram­kvæmd­ir fyr­ir Hvamms­virkj­un hafn­ar, meðal ann­ars veglagn­ing og und­ir­bún­ing­ur vinnu­búða og eru stór útboð áætluð á næstu mánuðum. Seg­ir í til­kynn­ingu að erfitt sé að leggja mat á þann kostnað sem geti hlot­ist af seink­un verk­efn­is­ins. 

„Það er dýrt að und­ir­búa vatns­afls­virkj­un og þegar þarf end­ur­tekið að fresta útboðum og vinna gögn upp á nýtt er kostnaður­inn fljót­ur að hlaðast upp og hætta á að til­trú bjóðenda tap­ist. Nýj­ustu áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir að Hvamms­virkj­un yrði gang­sett síðla árs 2029 en nú má gera ráð fyr­ir því að það verði ekki fyrr en á næsta ára­tug,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Styðja hug­mynd­ir um lög um virkj­un­ina

Seg­ir þar jafn­framt að Lands­virkj­un styðji áætl­un um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra setja lög um virkj­un­ina. Mikl­ar taf­ir hafa verið und­an­far­in á á af­greiðslu ramm­a­áætl­un­ar, kæru­mál­um tengd­um um­hverf­is­mati, ann­mörk­um á málsmeðferð stofn­ana og nú dómi héraðsdóms. 

„Þær hafa því lítið sem ekk­ert með virkj­un­ina sjálfa að gera eða hvernig Lands­virkj­un hef­ur staðið að und­ir­bún­ingi henn­ar enda er Hvamms­virkj­un lík­lega það verk­efni sem mest hef­ur verið rann­sakað á Íslandi. Við telj­um full­víst að virkj­un­in muni rísa, en með meiri kostnaði en ann­ars hefði verið,“ seg­ir að lok­um í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert