Víða rafmagnslaust á Austfjörðum

Bilanir eru víða á sunnanverðum Austfjörðum.
Bilanir eru víða á sunnanverðum Austfjörðum. Skjáskot/Rarik

Rafmagnslaust er víða á suðurfjörðum á Austurlandi. Stærsta bæjarfélagið sem er án rafmagns er Stöðvarfjörður þar sem 190 viðskiptavinir Rarik hafa búið við rafmagnsleysi frá því um klukkan 4 í nótt. 

Íbúar í Álftafirði hafa verið án rafmagns í um hálfan sólarhring. 

Að sögn Guðrúnar Vöku Helgadóttur, upplýsingafulltrúa Rarik, eru bilanirnar „hingað og þangað“ og að sums staðar hafi gengið erfiðlega að koma viðgerðarmönnum að bilunum vegna snjófargs. 

Hún segir að viðgerðarmenn séu í viðbragðsstöðu eftir því sem Vegagerðin nær að ryðja vegi. 

„Verið er að senda auka mannskap eftir því sem Vegagerðin ryður vegi. Það eru manneskjur að koma frá Hvolsvelli, Þórshöfn og Akureyri til að leggja meiri kraft í viðgerðir eftir því sem við komumst að,“ segir Guðrún Vaka.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert