Vildu ekki viðurkenna að þarna væri snjóflóðahætta

Stór hluti Súðavíkurþorps var í rúst eftir snjóflóðið sem kom …
Stór hluti Súðavíkurþorps var í rúst eftir snjóflóðið sem kom úr Traðargili. mbl.is/RAX

Íbúðagöt­ur voru skipu­lagðar í Súðavík, jafn­vel þótt þar væri greini­leg snjóflóðahætta, og leik­skóli byggður á hættu­svæði þvert gegn ráðlegg­ing­um. Ef snjóflóðið fyr­ir þrjá­tíu árum hefði fallið að degi til hefði einu gilt hvort börn­in á leik­skól­an­um byggju ann­ars utan þess svæðis þar sem það fór yfir. Þau hefðu öll far­ist.

Þetta seg­ir Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur, sem var yf­ir­maður snjóflóðamála hjá Veður­stof­unni þegar hörm­ung­arn­ar gengu yfir. Aðvar­an­ir Veður­stofu voru virt­ar að vett­ugi að hans mati. Ein­skær heppni sé að barna­heim­ilið, sem grófst und­ir fann­fergi að morgni 16. janú­ar 1995, hafi staðið autt.

Trausti seg­ir kerfið í raun hafa brugðist áður en snjóflóðin féllu þetta ár. Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir hann margt hafa breyst til hins betra. Snjóflóð á Flat­eyri fyr­ir fimm árum hafi þó sýnt fram á blind­blett í viðbúnaðar­kerf­inu.

Ný­tek­inn við stöðunni

Trausti Jóns­son hafði aðeins verið skipaður yf­ir­maður snjóflóðamála á Veður­stof­unni nokkr­um mánuðum áður en eitt mann­skæðasta snjóflóð í sögu Íslands féll á byggð í Súðavík.

Hann seg­ist muna vel eft­ir kvöld­inu dag­inn áður en flóðin féllu.

„Þetta var sunnu­dag­ur­inn 15. janú­ar. Þá var ég, eins og ég hafði svo oft verið, stadd­ur í Borg­ar­nesi og fór með rútu suður til Reykja­vík­ur und­ir kvöldið. Erfið færð var í Hval­f­irðinum, það var svo vont veður. Það var af því tagi – það var svo­lítið óvenju­legt. Maður finn­ur þetta svo­lítið á sér þegar maður er bú­inn að vera í þess­um bransa hvað er venju­legt og hvað er óvenju­legt. Þetta var óvenju­lega mik­il snjó­koma við þess­ar aðstæður.“

Þrátt fyr­ir blind­hríðina komst Trausti þó til höfuðborg­ar­inn­ar og þakk­ar það reynslu Sæ­mund­ar rútu­bíl­stjóra.

„Svo fór maður að hlusta á veður­frétt­irn­ar. Það var ekk­ert net, þannig að það var ekk­ert auðvelt að fylgj­ast með því eins og núna. Engu að síður heyrði ég á veður­frétt­um að þetta var svona hálf­gert – ég verð að segja gjörn­inga­veður. Það var óvenju­mik­il illska í þessu veðri.“

Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Átti að fara aust­ur fyr­ir landið

Tölvu­spár náðu illa utan um lægðina sem var að ganga yfir og það var í raun ekki fyrr en mörg­um árum síðar sem hægt var að sjá hana í fullri dýpt með end­ur­grein­ingu Evr­ópu­reikni­miðstöðvar­inn­ar, ERA-in­terim.

Fyr­ir tíu árum rifjaði Trausti upp veðurfarið í janú­ar 1995. Lægðina, aðdrag­anda henn­ar, hvað menn héldu að myndi ger­ast og hvað gerðist svo.

Lægðin myndaðist rétt sunn­an við Ísland og gerðu tölvu­spár ráð fyr­ir að hún færi aust­ur fyr­ir landið, til­tölu­lega átaka­lítið. Það kom Trausta ekki til hug­ar þarna um kvöldið að um morg­un­inn myndu snjóflóð falla á byggð í Súðavík.

En lægðin fór ekki aust­ur fyr­ir landið. Hún tók aðra stefnu, í norðnorðaust­ur, yfir Vatna­jök­ul og aflagaðist nokkuð við það. Hún sló sér niður yfir Norður­landi að aust­an­verðu og fór þaðan yfir Húna­flóa.

Á Vest­fjörðum var fár­viðri. Áttin var þó ekki norðaustanátt, eins og al­gengt var, held­ur var átt­in rétt vest­an við norður. Snjór hafði safn­ast ofan við fjalls­brún­ir og þegar fár­viðrið skall á hreinsaðist snjór­inn ofan í gil og kletta og lenti á óvenju­leg­um stöðum vegna vindátt­ar­inn­ar.

Snemma morg­uns mánu­dag­inn sextánda janú­ar gerðist svo það sem í huga margra hafði verið óhugs­andi. Snjóflóð féllu á byggð og fjór­tán misstu lífið.

Frétt­irn­ar lengi að ber­ast

„Svo þegar ég kem í vinn­una um morg­un­inn þá var þetta ein­kenni­lega ástand að það frétt­ist að það hefði eitt­hvað gerst, en það var eig­in­lega al­gjört frétta­bann af svona at­b­urðum á þess­um tíma,“ seg­ir Trausti.

„Þannig að meira að segja þeir sem áttu að stunda al­manna­varn­ir – rým­ing­ar­mál­um var öðru­vísi háttað en núna, regl­um um rým­ing­ar var breytt eft­ir þessa at­b­urði, en þeim var þannig háttað að það mátti helst eng­inn neitt vita – ekki einu sinni þeir sem voru að gefa aðvör­un­ina. Þetta var allt, allt, allt annað og gjör­ólíkt ástand en er núna,“ seg­ir Trausti og held­ur áfram:

„Þetta er ná­kvæm­lega sama og var þegar flóðin urðu á Pat­reks­firði 1983. At­b­urður­inn ger­ist og þá má helst eng­inn frétta af neinu. Það að svona at­b­urður hafi átt sér stað, það er ein­hvers kon­ar leynd­ar­mál.“

Það var ekki fyrr en und­ir há­degi sem Trausti, þá yf­ir­maður snjóflóðamála hjá Veður­stof­unni eins og áður sagði, fékk al­menni­leg­ar frétt­ir af því sem hafði gerst fyr­ir vest­an.

Hann seg­ir fleiri nátt­úru­ham­far­ir á þess­um tíma hafa ein­kennst af upp­lýs­inga­tak­mörk­un­um yf­ir­valda, en til allr­ar ham­ingju hafi það breyst.

„Næstu dag­ar voru nátt­úr­lega mjög erfiðir. Þetta veður var ekki bara óvenju slæmt held­ur kem­ur í raun annað veður strax ofan í það, sem olli því að þetta var eig­in­lega á fjórða sól­ar­hring þarna fyr­ir vest­an al­veg vit­laust veður. Björg­un­ar­sveit­ir og aðrir áttu bara mjög erfitt með að at­hafna sig og öll sam­skipti við Reykja­vík voru mjög erfið. Það var erfitt að koma fólki vest­ur.“

Rým­ing­ar­kerfi sem var ekki í lagi

Trausti seg­ist trúa því að tölvu­líkön dags­ins í dag hefðu numið bet­ur þá hættu sem yfir vofði.

„Núna hefði gef­ist miklu meiri mögu­leiki til rým­ing­ar. En það er líka – það eru ekki bara veður­spárn­ar held­ur var ástandið þannig þarna að jafn­vel þó að veður­spá­in hefði verið full­kom­lega rétt þá hefði samt ekki verið rýmt vegna þess að þess­ar rým­ing­ar, þær byggðust ekki bara á rétt­um veður­spám held­ur byggðust þær líka á ákveðnu rým­ing­ar­kerfi, sem þarf að vera í lagi,“ seg­ir hann.

„Það var alls ekk­ert í lagi þarna.“

Barna­heim­ili á hættu­svæði

Aðspurður kveðst Trausti ekki vilja fara djúpt ofan í hvað það var sem fór úr­skeiðis en minn­ist þess þó að sam­skipti milli Veður­stof­unn­ar og sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar í Súðavík um snjóflóðamál hafi verið „mjög erfið“.

Nefn­ir hann sem dæmi að barna­heim­ili hafi verið byggt á hættu­legu svæði inn­an bæj­ar­ins „þvert ofan í all­ar ráðlegg­ing­ar“.

„Og það barna­heim­ili nátt­úr­lega fór í þessu snjóflóði. Hefði þetta verið um miðjan dag þá hefðu öll börn á barna­heim­il­inu far­ist. Öll börn í bæn­um, líka þau sem áttu ekki heima í hús­um sem urðu fyr­ir snjóflóðunum.“

Þá hafi sveit­ar­stjórn­in skipu­lagt göt­ur enn nær fjall­inu en hús­in sem fór­ust.

„Þetta var mjög ill­kynja mál. Menn vildu ekki viður­kenna að þarna væri snjóflóðahætta. Jafn­vel þótt það væri al­veg greini­legt mál.“

Hann seg­ist ekki geta sagt með vissu hvort yf­ir­völd í dag hefðu ákveðið að rýma bæ­inn ef sömu upp­lýs­ing­ar lægju fyr­ir og í janú­ar 1995.

„Ég tel nú samt sem áður, jafn­vel út frá þeim for­send­um að lægðin hefði átt að fara fram hjá, að eitt­hvað hefði verið rýmt miðað við nú­ver­andi rým­ing­ar­kerfi.“

Mann­skætt flóð tveim­ur dög­um síðar

Aðeins tveim­ur dög­um eft­ir snjóflóðin í Súðavík féll annað mann­skætt flóð á úti­hús­in við bæ­inn Grund í Reyk­hóla­sveit. Und­ir snjóflóðinu lentu feðgar, Ólaf­ur Sveins­son og Unn­steinn Hjálm­ar Ólafs­son. Fjöldi gripa drapst í flóðinu, þar af um tvö hundruð kind­ur, naut­grip­ir, hross og hænsni.

Þegar Morg­un­blaðið fór í prent­un aðfaranótt 19. janú­ar hafði leit­in að feðgun­um ekki borið ár­ang­ur.

Umfjöllun á forsíðu Morgunblaðsins 19. janúar 1995 um snjóflóðið við …
Um­fjöll­un á forsíðu Morg­un­blaðsins 19. janú­ar 1995 um snjóflóðið við Grund.

Ólaf­ur komst ekki lífs af. Unn­steinn fannst á lífi nær hálf­um sól­ar­hring eft­ir að flóðið féll og mæld­ist lík­ams­hiti hans 27 gráður.

„Þetta var í seinna veðrinu, ef það er hægt að tala um seinna veður. Þarna fyr­ir vest­an rann þetta allt sam­an í eitt; ill­viðrið. Ann­ars staðar á land­inu urðu skil á milli þess­ara tveggja veðra,“ seg­ir Trausti.

Þá féll snjóflóð á Seyðis­firði í mars og stór­skemmdi verk­smiðju Vest­dals­mjöls. Ell­efu menn voru hætt komn­ir og áttu fót­um sín­um fjör að launa.

Mjöl­skemma þeytt­ist á haf út en til allr­ar ham­ingju var eng­inn við störf í skemm­unni er flóðið féll, eins og Morg­un­blaðið greindi frá á sín­um tíma.

Umfjöllun Morgunblaðsins um snjóflóðið sem féll á Seyðisfirði.
Um­fjöll­un Morg­un­blaðsins um snjóflóðið sem féll á Seyðis­firði.

Annað flóð á vest­firska byggð

Átta mánuðum frá harm­leikn­um í Súðavík gerðist svo aft­ur það sem mörg­um þótti óhugs­andi.

Annað stórt snjóflóð féll á vest­firska byggð aðfaranótt fimmtu­dags­ins 26. októ­ber, nú á Flat­eyri, og hrifsaði með sér tutt­ugu líf.

Flóðið hafði fallið úr gil­inu Skolla­hvilft í Eyr­ar­fjalli sem gnæf­ir yfir byggðinni.

„Allt þetta ár var und­ir­lagt af þessu og hafði nátt­úr­lega mjög mik­il áhrif á mann.“

Forsíða Morgunblaðsins 27. október 1995. Nítján dauðsföll voru staðfest en …
Forsíða Morg­un­blaðsins 27. októ­ber 1995. Nítj­án dauðsföll voru staðfest en eins árs stúlku var enn saknað þegar blaðið fór í prent­un. Hún fannst lát­in.

Snjóflóðin breyttu vinnu­brögðum

Trausti seg­ir harm­leik­ina í Súðavík og á Flat­eyri ekki aðeins skrif­ast á að veður­spárn­ar hafi verið ófull­komn­ar held­ur hafi viðbragðskerfið brugðist sömu­leiðis.

Bæði kerfi hafi tekið mikl­um um­bót­um síðan þá. Þau séu þó alls ekki galla­laus, „og verða það aldrei“.

Í árs­skýrslu Veður­stof­unn­ar 2007-2008 er haft eft­ir Magnúsi Jóns­syni þáver­andi veður­stofu­stjóra að snjóflóðaslys­in á Vest­fjörðum 1995 hafi án vafa verið mestu áhrifa­vald­ar á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar á þess­um tíma.

„Snjóflóðin leiddu til mik­ill­ar póli­tískr­ar upp­stokk­un­ar á mála­flokkn­um sem all­ur var flutt­ur yfir á for­ræði um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins og Veður­stof­unni var falið nýtt og aukið hlut­verk. At­b­urðirn­ir kölluð á mikla vinnu, ný störf og vinnu­brögð, upp­bygg­ingu vökt­un­ar­kerf­is, nýja nálg­un í gerð hættumats og aukið rekstr­ar­fjármagn,“ er haft eft­ir Magnúsi í skýrsl­unni.

„Mik­ill tími fór í að breyta vinnu­lagi starfs­manna við að skrá og skil­greina verk­efni sem unn­in eru fyr­ir Of­an­flóðasjóð. Góð reynsla fékkst af þessu verklagi og smám sam­an var því komið á fyr­ir alla starf­sem­ina, einnig þá sem fjár­mögnuð er úr rík­is­sjóði; áætlana­gerð og verk­skrán­ing sýndi sig síðar að verða for­senda stefnu­mót­un­ar, áætlana­gerðar, for­gangs­röðunar og betra fjár­hags­eft­ir­lits,“ seg­ir Magnús þar enn frem­ur.

Kerf­in aldrei galla­laus

En erum við tals­vert var­kár­ari í dag?

„Já, við erum það. En engu að síður þá er ákveðinn vandi í dag,“ nefn­ir Trausti.

„Ég get sagt þér frá því að fyr­ir fimm árum var ég að lesa merki­lega bók um nátt­úru­ham­far­ir og viðbrögð við þeim. Þar var í þeirri bók sér­stak­lega varað við þeirri hugs­un að það væri hægt að leysa öll nátt­úru­ham­fara­mál með ein­hverj­um tækni­leg­um lausn­um, eins og varn­ar­görðum og slíku.

Þegar ég las þetta – maður er nátt­úr­lega bú­inn að vera svo mikið í þess­um mál­um og hugsa svo mikið um þetta öll þessi ár, þá spurði ég mig þeirr­ar spurn­ing­ar: Hvenær lend­um við í þessu varðandi snjóflóðavarn­argarðana, að það sýni sig að þeir eru ekki nægi­leg­ir? Það vildi svo til að það liðu ekki nema fimm dag­ar frá því að ég las þetta og þar til það ger­ist að snjóflóð fell­ur á Flat­eyri.“

Forsíða Morgunblaðsins 16. janúar 2020.
Forsíða Morg­un­blaðsins 16. janú­ar 2020.

Mis­brest­ur árið 2020

At­b­urður­inn sem Trausti vís­ar til gerðist fjór­tánda janú­ar árið 2020.

Tvö flóð féllu þá á Flat­eyri, hvort sín­um meg­in við varn­argarðana fyr­ir ofan byggð. Annað hafnaði á smá­báta­höfn­inni í bæn­um en hitt á íbúðar­húsi og var fjöl­skylda heima. Ung­lings­stúlka grófst í fönn þegar flóðið rudd­ist inn í svefn­her­bergi henn­ar, en björg­un­ar­sveit­ar­menn komu henni til bjarg­ar.

„Varn­argarður hefði átt að koma í veg fyr­ir að snjóflóð félli á hús í bæn­um og stúlka græf­ist und­ir,“ sagði á forsíðu Morg­un­blaðsins 16. janú­ar það ár.

„Þá áttaði ég mig á því að það hafði skap­ast ákveðinn vandi, sem felst í því að í nú­ver­andi rým­ing­ar­reglu­gerðum er þess getið að það megi rýma fyr­ir neðan varn­argarða í af­takaaðstæðum. Menn viður­kenna það í rým­ingaráætl­un­um að varn­argarðar duga ekki alltaf. Það er ekki vand­inn, að það megi rýma,“ seg­ir Trausti og út­skýr­ir nán­ar:

„Gall­inn er sá, sem mér varð al­veg ljóst á þessu augna­bliki, að vita hvað eru af­takaaðstæður. Það var al­veg ljóst að það var mis­brest­ur á því. Það kem­ur í ljós við nán­ari at­hug­un að þetta voru í raun og veru ákveðnar af­takaaðstæður, en það bara þekkti þær eng­inn.“

Hann seg­ir ávallt ein­hverja galla munu verða á kerf­um. Það mik­il­væg­asta sé að vera meðvitaður um þá.

„Þess vegna er það mik­il­vægt að það séu marg­ir menn sem vinna við þess­ar snjóflóðavarn­ir sem hafa mis­mun­andi reynslu, þekk­ingu og yf­ir­sýn, staðkunn­áttu og svona. Þá fækk­ar þess­um blindu blett­um,“ seg­ir Trausti.

„Það versta sem get­ur gerst er að ein­hver at­b­urður verði, sem eng­um hefði dottið í hug að gæti átt sér stað.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka