Ætla ekki að skila peningnum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins og fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, seg­ist hafa verið meðvituð um að Flokk­ur fólks­ins upp­fyllti ekki laga­skil­yrði vegna op­in­berra styrkja stjórn­mála­flokka.

    Flokk­ur­inn ætli sér þó ekki að skila þeim 240 millj­ón­um sem flokk­ur­inn hef­ur fengið frá hinu op­in­bera í trássi við lög.

    Inga ræddi við blaðamann Morg­un­blaðsins að lokn­um fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag. Í Morg­un­blaðinu í dag var sagt frá því að Flokk­ur fólks­ins er ekki skráður á stjórn­mála­sam­taka­skrá Skatts­ins, sem er lög­bundið skil­yrði fyr­ir því að hljóta op­in­bert fram­lag.

    Inga Sæland var meðvituð um að flokkurinn uppfyllti ekki skilyrði …
    Inga Sæ­land var meðvituð um að flokk­ur­inn upp­fyllti ekki skil­yrði til þess að hljóta op­in­bert fram­lag. mbl.is/​Karítas

    „Mjög lít­ill“ form­galli

    Skil­yrði um skrán­ingu var lög­fest árið 2021, en ástæðu þess að flokk­ur­inn er ekki skráður rek­ur Inga til þess að þá breyt­ingu þurfi að gera á lands­fundi. Flokk­ur­inn hef­ur ekki haldið lands­fund frá ár­inu 2019, þrátt fyr­ir að samþykkt­ir flokks­ins kveði á um að lands­fund­ur sé hald­inn á þriggja ára fresti.

    Hún seg­ir um „mjög lít­inn“ form­galla að ræða, en skil­yrðin voru sett með það að marki að auka gagn­sæi og treysta eft­ir­lit og aðhald með ráðstöf­un op­in­bers fjár. Þannig fylg­ir skrán­ing­unni rík­ari upp­lýs­inga­skylda stjórn­mála­flokka en á móti öðlast þeir rétt til fram­laga frá hinu op­in­bera.

    Þurfið þið að skila pen­ingn­um?

    „Nei, það mun­um við ekki gera,“ svar­ar Inga.

    Nú þurfa ör­yrkj­ar og aldraðir sem fá of­greitt frá hinu op­in­bera að greiða til baka, gild­ir ekki það sama um stjórn­mála­flokka?

    „Ég held að þú ætt­ir að svara þess­ari spurn­ingu sjálf,“ seg­ir Inga þá kank­vís og geng­ur í burtu.

    Inga vildi ekki svara frek­ari spurn­ing­um blaðamanns þegar eft­ir því var innt.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert