Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund

Sundlaugin á Seltjarnarnesi.
Sundlaugin á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Seltjarnarnes

Vel hef­ur verið tekið í þá nýbreytni í sund­laug Seltjarn­ar­ness að bjóða börn­um og ung­menn­um að 18 ára aldri ókeyp­is aðgang í laug­ina. Bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness samþykkti ein­róma á síðasta ári að fella niður gjald­töku fyr­ir þenn­an hóp og tók það fyr­ir­komu­lag gildi um ára­mót­in. 

„Þetta gef­ur krökk­un­um færi á að fara í sund hvenær sem þeim hent­ar án þess að hafa áhyggj­ur að vera með pen­inga eða kort í vas­an­um,“ seg­ir Hauk­ur Geir­munds­son, for­stöðumaður sund­laug­ar­inn­ar í um­fjöll­un á vef bæj­ar­fé­lags­ins

Víðar er boðið upp á svipaða eða sam­bæri­lega þjón­ustu. Í sund­laug­um í Reykja­vík er frítt fyr­ir börn og ung­menni að 15 ára aldri og í Kópa­vogi er frítt fyr­ir börn að 18 ára aldri svo dæmi séu tek­in. 

„Þessi breyt­ing verður von­andi til þess að yngri kyn­slóðin sæki sund­laug­ina oft­ar. Og það er ekki úr vegi að hvetja alla Seltirn­inga til þess að koma í sund. Sund­laug­in er því­lík heilsup­ara­dís þar sem all­ir geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. Það að synda er mik­il heilsu­bót, heilsu­rækt sem reyn­ir á flesta vöðva lík­am­ans og styrk­ir um leið liðbönd og eyk­ur þol. Sund­laug­in býður upp á fría sund­leik­fimi fjór­um sinn­um í viku þ.e. mánu­daga og miðviku­daga kl. 18.30-19.00 og þriðju­daga og fimmtu­daga kl. 7.10-7.40,“ er haft eft­ir Hauki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert