Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni

Engar skemmdir urðu í kjölfar eldsins.
Engar skemmdir urðu í kjölfar eldsins. mbl.is/Óttar

Eld­ur kom upp í ruslagámi fyr­ir pappa í Skeif­unni í kvöld. Tvær starfs­stöðvar slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu komu að mál­inu en færa þurfti ruslagám­inn upp á Esju­mela til að ljúka við slökkvistarf. 

Þetta seg­ir Lár­us Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, í sam­tali við mbl.is. 

„Þeir fóru og reyndu að slökkva í hon­um [ruslagámn­um] en það endaði með að farið var með hann á at­hafna­svæði fyr­ir­tæk­is­ins og þar var hann opnaður og slökkt í gámn­um,“ seg­ir Lár­us.  

Aðspurður seg­ir Lár­us að eng­ar skemmd­ir hafi orðið í kjöl­far elds­ins fyr­ir utan á gámn­um sjálf­um. Þá seg­ir hann upp­tök elds­ins ekki liggja fyr­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert