Íbúar komnir heim á ný

Frá Seyðisfirði. Mynd úr safni.
Frá Seyðisfirði. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hlut­irn­ir eru að falla í sinn hefðbundna far­veg,“ seg­ir Jón Björn Há­kon­ar­son, verk­efna­stjóri al­manna­varna á Aust­ur­landi. Íbúar sem þurftu að rýma heim­ili sín í Nes­kaupstað og á Seyðis­firði eru nú komn­ir heim á ný. Hann seg­ir mik­il­vægt að upp­bygg­ing varn­ar­mann­virkja á svæðunum haldi áfram. 

Jón Björn seg­ir að heilt yfir hafi allt gengið vel. Hann sé þakk­lát­ur íbú­um sem tók­ust á við rým­ing­arn­ar af miklu æðru­leysi en einnig vand­ar hann fyr­ir­tækja­eig­end­um og björg­un­ar­sveit­um kveðjurn­ar.

Íbúar hvatt­ir til að nýta sér aðstoð

Hann nefn­ir þó að það sé heil­mikið inn­grip í líf fólks þegar boðað er til rým­inga þrátt fyr­ir að í ör­yggis­kyni sé. Því hafi íbú­ar verið hvatt­ir, finni þeir fyr­ir óör­yggi, til að nýta sér hjálp­arsíma Rauða kross­ins og þjón­ustuaðstoð frá sveit­ar­fé­lög­un­um.

„En auðvitað er maður bara glaður og ánægður að allt fór vel og að ekki reyndi á neitt í þessu. Það er nátt­úru­lega fyr­ir öllu.“

Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austurlandi.
Jón Björn Há­kon­ar­son, verk­efna­stjóri al­manna­varna á Aust­ur­landi. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Vel fylgst með

Aðspurður seg­ir hann að haldið verði áfram eft­ir­liti á svæðinu. Búið sé að færa svæðið af hættu­stigi niður á óvissu­stig en nefn­ir hann að miðað við veður­spá ætti ekki að draga til tíðinda á næst­unni.

„En auðvitað er vel með fylgst.“

Mik­il­vægt að upp­bygg­ing varn­ar­mann­virkja haldi áfram

Jón Björn nefn­ir að rým­ing­arn­ar hafi að stór­um hluta verið á svæðum þar sem unnið er að upp­bygg­ingu varn­ar­mann­virkja. Stefnt er á að upp­bygg­ingu verði lokið á Seyðis­firði árið 2026 og í Nes­kaupstað árið 2029 og seg­ir verk­efna­stjór­inn að það muni hafa áhrif.

„Það er auðvitað bara mik­il­vægt að stjórn­völd sjái til þess að út­greiðsla úr of­an­flóðasjóði ár hvert sé næg til þess að keyra þau verk­efni áfram á full­um af­köst­um sem og önn­ur varn­ar­mann­virki á Íslandi.“

Íbúar komn­ir heim á ný

Sjálf­ur býr Jón Björn í Nes­kaupstað og seg­ir hann íbúa sem þurftu að rýma heim­ili sín nú vera komna aft­ur heim.

„Ég sá að fólk var komið inn á svæði 18 sem við rýmd­um og það var sömu­leiðis á Seyðis­firði. Ég heyrði í þeim áðan og þegar sú aflétt­ing var kom­in þá bara dreif fólk sig heim á ný.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert