Launamunur minnkar en er þó til staðar

Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýra að miklu …
Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýra að miklu leyti muninn á launum sem enn er til staðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óleiðréttur launamunur karla og kvenna, þegar litið er til tímakaups reglulegra heildarlauna, var 9,3% árið 2023 en leiðréttur launamunur var 3,6%.

Þá var óleiðréttur launamunur karla og kvenna 7,4% þegar litið er til tímakaups reglulegra launa.

Kynbundin skipting vinnumarkaðarins í störf og atvinnugreinar skýra að miklu leyti muninn á launum sem enn er til staðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar.

Þar segir jafnframt að launamunur árið 2023 mælist minni samanborið við 2019. Á það jafnt við um atvinnutekjur, óleiðréttan og leiðréttan kynjamun.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert