Einn heppinn miðahafi í EuroJackpot vann rúmlega 197 milljónir króna í öðrum vinningi kvöldsins. Miðinn var keyptur í Þýskalandi.
Fyrsti vinningurinn í EuroJackpot gekk ekki út í útdrætti kvöldsins en sjö miðahafar voru með þriðja vinning og fær hver þeirra rúmar 15,9 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Finnlandi, Póllandi, Slóveníu og Þýskalandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenskri getspá.
Enginn fékk fyrsta vinning í Jókernum í kvöld en þrír miðahafar voru með annan vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur.
Miðarnir voru keyptir á vef lotto.is og í áskrift.