Stefnt á að viðgerðir hefjist í dag

Vegurinn fór í sundur þegar Krossá ruddi sér leið yfir …
Vegurinn fór í sundur þegar Krossá ruddi sér leið yfir varnargarð og skar skarð í veginn á kafla nærri Básum. Ljósmynd/Aðsend

Áætlað er að viðgerðir á veginum inn að Básum á Goðalandi á Þórsmerkursvæðinu hefjist í dag.

Þetta segir Guðni Tómasson, verkstjóri Vegagerðarinnar í Vík, í samtali við mbl.is.

Vegurinn fór í sundur þegar Krossá ruddi sér leið yfir varnargarð og skar skarð í veginn á kafla nærri Básum.

Varnargarðinum var ætlað að halda ánni frá Básum með því að stýra farvegi hennar frá veginum sem liggur þar að.

„Það má ekkert bíða með þetta sko. Við viljum ekki að Krossáin fari þarna yfir,“ segir Guðni.

Þá segir hann Landgræðsluna hafa tekið að sér yfirumsjón með verkefninu og að verktakinn Þjótandi ehf. hafi verið fenginn í verkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert