Styrkveiting í trássi við lög

Ríkisendurskoðandi segir ekki um einsdæmi að ræða.
Ríkisendurskoðandi segir ekki um einsdæmi að ræða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Op­in­bert fé hef­ur verið veitt til Flokks fólks­ins árin 2022-2024 þrátt fyr­ir að flokk­ur­inn hafi ekki upp­fyllt skil­yrði laga um skrán­ingu á stjórn­mála­sam­taka­skrá hjá Skatt­in­um. Upp­hæðirn­ar hlaupa á hundruðum millj­óna króna.

Fjár­málaráðherra hef­ur málið til skoðunar og skrif­stofa Alþing­is hyggst end­ur­skoða verklag við greiðslur í kjöl­far eft­ir­grennsl­an­ar Morg­un­blaðsins.

Rík­is­end­ur­skoðandi seg­ir ekki um eins­dæmi að ræða.

Op­in­ber fjár­fram­lög til stjórn­mála­flokka hafa sætt auk­inni gagn­rýni, en þau eru greidd úr ýms­um átt­um af hálfu hins op­in­bera. Hvergi virðist þó hafa verið gætt að því að skýr laga­skil­yrði fyr­ir út­hlut­un með skrán­ingu stjórn­mála­sam­taka væru upp­fyllt.

Vinstri-græn­ir upp­fylltu ekki held­ur skil­yrði laga

Flokk­ur fólks­ins er þó ekki eini stjórn­mála­flokk­ur­inn sem veitt hef­ur miklu op­in­beru fé viðtöku án þess að upp­fylla skil­yrði laga.

„Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð var lengi vel ekki skráð sem stjórn­mála­sam­tök held­ur fé­laga­sam­tök. Þeirri skrán­ingu var hins veg­ar breytt í fyrra,“ seg­ir Guðmund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoðandi í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Fengu Vinstri-græn­ir út­hlutað án þess að upp­fylla skil­yrði lag­anna?

„Já, ég tel svo vera,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að Rík­is­end­ur­skoðun hafi ít­rekað gert at­huga­semd­ir við Vinstri-græna vegna þessa.

„Það tók sinn tíma fyr­ir þá að bregðast við því, því eins og þessi laga­grein er orðuð er í raun ekk­ert bit í eft­ir­liti af okk­ar hálfu. Við get­um ekki stöðvað neitt eða þvíum­líkt þannig að þetta flýt­ur bara áfram. Til­felli eins og þessi sýna þó að það er tíma­bært að fara í heild­ar­end­ur­skoðun lag­aramm­ans.“

Meðan eng­inn gegni eft­ir­lits­hlut­verki vegna þessa sé það á ábyrgð þeirra sem borga flokk­un­um að ganga úr skugga um að skil­yrði séu upp­fyllt.

Hafið þið gert sam­bæri­leg­ar at­huga­semd­ir við Flokk fólks­ins og þið gerðuð við Vinstri-græna?

„Ég get ekki svarað því hér og nú hvort það hafi komið upp. Þetta er þó ekki eins­dæmi og þarna þarf klár­lega að gera bet­ur,“ seg­ir Guðmund­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert