Breiðholtsmál: Frestar að taka afstöðu um sök

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Karítas

Maðurinn sem er ákærður fyrir að hafa banað móður sinni í Breiðholti á síðasta ári hefur beðið um frest til að taka afstöðu um sök í málinu. Aðalmeðferð málsins hefst 19. mars.

Þingfesting fór fram rétt í þessu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hinn ákærði var ekki viðstddur, en verjandi hans var viðstaddur í gegnum fjarskiptabúnað. 

Tekur afstöðu þegar öll gögn berast

Að sögn verjanda mannsins mun hann ekki taka afstöðu um sök þar til öll gögn málsins eru fyrir hendi, en beðið er eftir réttarkrufningarskýrslu og geðmati.

Gögn frá réttarlækni berast í næstu viku og má búast við geðmati frá geðlækni fyrir mánaðarmót. 

Fyrirtaka 13. febrúar

Í ljósi þeirra upplýsinga var ákveðið að fyrirtaka málsins yrði 13. febrúar og að þá myndi maðurinn taka afstöðu um sök í málinu. 

Hilda Rut Harrysdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, sótti þinghaldið fyrir hönd Karls Inga Vilbergssonar, saksóknara hjá embættinu.

Málið var þingfest í dómsal 202.
Málið var þingfest í dómsal 202. mbl.is/Karítas

Lög­regl­an fékk til­kynn­ingu um málið á miðnætti 23. októ­ber. Þegar viðbragðsaðilar komu á vett­vang í íbúð í fjöl­býl­is­húsi í Breiðholti voru strax hafn­ar end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir en þær báru ekki ár­ang­ur og var kon­an úr­sk­urðuð lát­in.

Son­ur henn­ar var hand­tek­inn í kjöl­farið en hann var þá nýslopp­inn úr fang­elsi eft­ir að hafa afplánað dóm fyr­ir of­beldi gegn móður sinni. Þá var hann ákærður árið 2006 fyr­ir til­raun til mann­dráps eft­ir að hafa stungið föður sinn í bakið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert