Efla vill semja beint við dagforeldra

Efla skoðar það að gera samning beint við dagforeldra um …
Efla skoðar það að gera samning beint við dagforeldra um að börn starfsmanna fái forgang. Samsett mynd

Verkfræðistofan Efla hefur óskað eftir upplýsingum hjá dagforeldrum um það hvað þurfi til svo starfsfólk fyrirtækisins fái forgang umfram önnur börn í dagvistun. Óskað er eftir því að dagforeldrar setji sig í samband við fyrirtækið svo hægt sé að meta möguleika á forgangi.

Þetta má sjá í færslu sem Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, ráðgjafi í mannauðsteymi fyrirtækisins, setur inn á síðu dagforeldra á Facebook. Segir hún þar að fyrirtækið leitist eftir því að gera samning við nokkra dagforeldra sem starfa í nágrenni skrifstofu fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu en skrifstofur Eflu eru á Lynghálsi.

Spyr hún á Facebooksíðu dagforeldra: „Hvað þyrfti til að þið mynduð skuldbinda ykkur til þess að veita slíkan forgang?“

Ekkert sem bannar svona fyrirkomulag 

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við mbl.is að það sé ekkert í reglum borgarinnar sem banni dagforeldrum að velja þau börn sem þau vilja í dagvistun hjá sér. Eftir sem áður miðast greiðsla til dagforeldra eftir lögheimili. 

„Dagforeldrar sem myndu gera samning við einkafyrirtæki þurfa að standast kröfur gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og heilbrigðiseftirlitsins. Að öðru leyti er þeim frjálst að velja hvaða  börn þau hafa í dagvistun og gætu valið börn einhvers fyrirtækis umfram öðrum kjósi þeir svo.“      

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert