Eiturefni lak um gólf Háaleitisskóla

Útkallið var það tuttugasta á árinu.
Útkallið var það tuttugasta á árinu. Ljósmynd/Brunavarnir Suðurnesja

Bruna­varn­ir Suður­nesja voru kallaðar út í kring­um há­degi í dag í Háa­leit­is­skóla í Reykja­nes­bæ vegna efna­slyss en brúsi sem inni­hélt eit­ur­efni hafði lekið um gólf skól­ans. 

Frá þessu er greint á Face­book-síðu Bruna­varna Suður­nesja en þar seg­ir að ein álma skól­ans hafi verið rýmd á meðan aðger­ir stóðu yfir. 

Einni álmu skólans var lokað á meðan efnakafarar voru að …
Einni álmu skól­ans var lokað á meðan efnakafar­ar voru að störf­um. Ljós­mynd/​Bruna­varn­ir Suður­nesja

Tveir efnakafar­ar fóru inn í bygg­ing­una til að þynna út efnið með vatni og hreinsa upp ásamt því að inn­sigla brús­ann í eit­ur­efna­poka. 

Aðgerðirn­ar tóku tæp­ar tvær klukku­stund­ir og var þeim lokið klukk­an 13.30 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert