Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokk­ur fólks­ins fær ekki styrk úr rík­is­sjóði í ár enda verða laga­skil­yrði ekki upp­fyllt í tæka tíð. Sam­kvæmt lög­um skal greiða rík­is­styrki til stjórn­mála­flokka fyr­ir 25. janú­ar á ári hverju, þ.e. í síðasta lagi á föstu­dag, og þurfa skil­yrði áður að vera upp­fyllt.

Formaður flokks­ins, Inga Sæ­land, tel­ur flokk­inn ekki geta upp­fyllt skil­yrðin fyrr en að aflokn­um lands­fundi í fe­brú­ar.

Ekki hafa borist svör frá fjár­málaráðherra um hvort flokkn­um beri að end­ur­greiða of­tekna styrki liðinna þriggja ára, en Inga seg­ir það ekki standa til.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert