Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í …
Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing um mann sem hafði ekið á aðra bif­reið og flúði af vett­vangi í dag. Maður­inn fannst skömmu síðar og var hand­tek­inn vegna gruns um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna. Hann hef­ur verið vistaður í fanga­klefa vegna máls­ins þar til hægt verður að taka af hon­um skýrslu.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu um verk­efni henn­ar frá klukk­an 5 í morg­un og til klukk­an 17 í dag. Þrír voru vistaðir í fanga­klefa lög­reglu á tíma­bil­inu. 

Lög­reglu­stöð eitt, sem sinn­ir verk­efn­um í stór­um hluta borg­ar­inn­ar og á Seltjarn­ar­nesi, stöðvaði mann við um­ferðareft­ir­lit og reynd­ist maður­inn vera án gildra öku­rétt­inda og hafði hann ekki staðið skil á vá­trygg­ingu bif­reiðar­inn­ar. Skrán­inga­merki bif­reiðar­inn­ar var því fjar­lægt. 

Einnig barst lög­reglu­stöðinni til­kynn­ing um ein­stak­ling sem hafði komið fyr­ir tjaldi í miðborg­inni. Maður­inn var beðinn um að taka tjaldið sam­an og finna sér ann­an stað, sem hann gerði án vand­kvæða.  

Eigna­spjöll unn­in á bif­reið inn­an­dyra

Lög­reglu­stöð tvö, sem sinn­ir verk­efn­um í Hafnafirði, Garðabæ og Álfta­nesi, barst til­kynn­ing um inn­brot í iðnaðarbil þar sem skemmda­verk höfðu verið unn­in á bif­reið þar inn­an­dyra. Málið er til rann­sókn­ar hjá lög­reglu. 

Til­kynnt var um þjófnað í versl­un­ar­miðstöð og var málið af­greitt með vett­vangs­skýrslu. 

Þá var einn ökumaður stöðvaður við al­mennt eft­ir­lit grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Maður­inn var flutt­ur á lög­reglu­stöð vegna máls­ins. 

Lög­reglu­stöð fjög­ur, sem sinn­ir verk­efn­um í Grafar­vogi, Mos­fells­bæ og Árbæ, sinnti verk­efni þar sem til­kynnt var um þjófnað í mat­vöru­versl­un í tvígang. Málið var af­greitt með vett­vangs­skýrslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert