Líneik í stjórnendastöðu hjá Fjarðabyggð

Líneik Anna Sævarsdóttir mun hefja störf hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð í …
Líneik Anna Sævarsdóttir mun hefja störf hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð í vor. mbl.is/Arnþór

Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur verið ráðin stjórn­andi fræðslu­mála og skólaþjón­ustu Fjarðabyggðar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Lín­eik var fyrst kjör­in á Alþingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í alþing­is­kosn­ing­um árið 2013. Hún féll af þingi í kosn­ing­un­um árið 2016 en var kjör­in aft­ur inn á þing ári síðar. Fyr­ir síðustu þing­kosn­ing­ar ákvað hún að gefa ekki aft­ur kost á sér.

Ekki ókunn skóla­mál­um í Fjarðabyggð

„Lín­eik Anna var áður alþing­ismaður og er held­ur ekki ókunn skóla­mál­um í Fjarðabyggð en hún starfaði áður sem kenn­ari og síðar skóla­stjóri við Grunn­skól­ann á Fá­skrúðsfirði, fram­kvæmd­ar­stjóri Fræðslu­nets Aust­ur­lands og verk­efna­stjóri hjá Aust­ur­brú. Einnig sat hún í sveit­ar­stjórn Búðar­hrepps og Aust­ur­byggðar, ásamt ýms­um nefnd­um og ráðum sveit­ar­fé­lags­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Staðan var aug­lýst laus til um­sókn­ar í lok nóv­em­ber og um­sókn­ar­frest­ur rann út 23. des­em­ber.

Tvær um­sókn­ir bár­ust og Lín­eik var ráðin. Fram kem­ur að hún hefji störf í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert