Suðaustanátt er spáð í dag og má búast við að hún verði allhvöss eða hvöss við suður- og vesturströndina, annars mun hægari.
Dálítil úrkoma verður af og til og hiti um frostmark en bjartviðri á norðan- og austanverðu landinu og fremur kalt.
Úrkomumeira verður á suður helmingi landsins á morgun og mega landsmenn búast við rigningu, slyddu eða snjókomu. Næst ströndinni ætti þetta að vera lengst af rigning en eftir því sem lengra inn á land er haldið færist úrkoman yfir í slyddu eða snjókomu.
Fyrir norðan ætti að vera þurrt lengst af og jafnvel að það hláni þar sums staðar að auki.
Hlýjast verður suðaustanlands þar sem hiti verður 5-6 stig.
Fjallvegir sunnan til á landinu gætu sumir hverjir orðið erfiðir yfirferðar.