Tveir heppnir Íslendingar unnu þriðja vinning í Víkingalottói kvöldsins og fær hvor þeirra rúmlega 950 þúsund íslenskra króna í vinning. Annar miðanna var keyptur á lotto.is og hinn í áskrift.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá en þar segir að hvorki fyrsti né annar vinningur hafi gengið út í þetta skipti.
Enginn var með allar tölur réttar í Jókeri kvöldsins en fjórir miðahafar voru með annan vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur í sinn hlut.
Einn miðanna var keyptur í áskrift en hinir þrír á vef lottós.