Á fjórða þúsund tillagna borist frá almenningi

Í upphafi árs bað ríkisstjórnin almenning um að senda inn …
Í upphafi árs bað ríkisstjórnin almenning um að senda inn tillögur um hagræðingu í rekstri ríkisins. mbl.is/Eyþór Árnason

Vel á fjórða þúsund tillagna hafa borist frá almenningi um hagræðingu í rekstri ríkisins en lokað verður fyrir innsendingar í samráðsgátt í dag.

Þegar þetta er skrifað hafa 3.577 tillögur borist en verkefnið ber heitið Verum hagsýn í rekstri ríkisins.

Ríkisstjórnin bað almenning í upphafi árs að senda inn tillögur um hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana inn á samráðsgáttina og þá var einnig kallað sérstaklega eftir upplýsingum og ábendingum frá ríkisstofnunum.

Sérstakur starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins mun í kjölfarið fara yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar verða nýttar við að móta áætlun til lengri tíma um umbætur í ríkisrekstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert