Beraði sig fyrir utan eldhúsglugga

Var athæfi mannsins talið til þess fallið að særa blygðunarsemi …
Var athæfi mannsins talið til þess fallið að særa blygðunarsemi konunnar. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Colourbox

Karl­maður hef­ur verið ákærður fyr­ir blygðun­ar­sem­is­brot með því að hafa berað sig fyr­ir utan eld­hús­glugga konu. Sam­kvæmt ákæru embætt­is héraðssak­sókn­ara beraði maður­inn kyn­færi sín og hand­lék þau og þótti með því sýna af sér ósiðlegt og lostugt at­hæfi.

Var at­hæfi manns­ins talið til þess fallið að særa blygðun­ar­semi kon­unn­ar.

Farið er fram á að maður­inn verði dæmd­ur til refs­ing­ar, en jafn­framt fer kon­an fram á 800 þúsund krón­ur í skaðabæt­ur vegna máls­ins.

Í ákær­unni hef­ur verið afmáð hvar at­hæfi manns­ins átti sér stað, en það átti sér stað að morgni 12. Sept­em­ber árið 2023 og er málið tekið fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­ness.

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdóm­ur Reykja­ness. mbl.is/​Há­kon
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert