Bíll þveraði Þrengslaveg

Ökumönnum er bent á að fara Hellisheiði meðan Þrengslavegur er …
Ökumönnum er bent á að fara Hellisheiði meðan Þrengslavegur er lokaður. Myndin er úr safni.

Talsverð snjókoma hefur verið á suðvesturhorni landsins nú síðdegis. Vert er að benda ökumönnum á að fara varlega í umferðinni.

Á vef Vegagerðarinnar kom fram að Þrengslavegi var lokað á meðan verið var að aðstoða bíl sem þveraði veginn. Vegfarendum var bent á að fara Hellisheiði meðan unnið var að því að aðstoða bílinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert