Björn Zoëga, bæklunarskurðlæknir og aðstoðarforstjóri King Faisal-sjúkrahússins í Sádi-Arabíu hefur sagt af sér stjórnarformennsku á Landspítala háskólasjúkrahúsi.
Þetta staðfestir Björn í samtali við mbl.is.
Segist hann taka þessa ákvörðun vegna mikilla anna í nýju starfi.
„Ég er afskaplega ánægður og stoltur yfir þeim árangri sem starfsfólk spítalans hefur náð í góðu samstarfi við stjórnina á síðustu árum,“ bætir hann við.
Björn tók við formennsku í stjórn Landspítalans þegar hún tók fyrst til starfa árið 2022 á grundvelli lagabreytinga sem urðu til þess að breyta stjórnskipulagi spítalans. Björn var á þeim tíma forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Það var Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra sem skipaði stjórnina á þeim tíma.