Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra, hefur fengið hvatningu til að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans um önnur mánaðamót.
Sameiginlegur aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins, Félags ungra sjálfstæðismanna og Fulltrúaráðs í Austur-Skaftsfellssýslu 16. janúar samþykkti svo hljóðandi ályktun:
„Aðalfundur Sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins 28.feb-2.mars nk.“
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/23/thordis_aetlar_ekki_ad_bjoda_sig_fram/
Guðrún hefur sérstaklega verið nefnd sem líklegur arftaki Bjarna Benediktssonar ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrrverandi ráðherrum og Elliða Vignissyni sveitarstjóra til margra ára. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem einnig hefur verið nefnd í þessu sambandi, útilokaði í dag framboð.