Hulduheimur Flokks fólksins

Jafnan er líflegt á skrifstofu Flokks fólksins í Fjörgyn þegar …
Jafnan er líflegt á skrifstofu Flokks fólksins í Fjörgyn þegar kosningabarátta stendur yfir, en minna fer fyrir félagsstarfi þess á milli. mbl.is/Karítas

Flokkur fólksins er um margt sérstæður stjórnmálaflokkur og ekki aðeins fyrir þær sakir að flokkurinn sé í reynd ekki skráður stjórnmálaflokkur. Þegar litið er til skipulags flokksins, eins og það birtist í samþykktum hans, forræðis hans, flokksstarfsemi og ársreikninga vakna hins vegar ótal spurningar, sem erfitt hefur reynst að finna svör við.

Þau kunna og að vefjast fyrir þeim sem taka þurfa á styrkjamálum flokksins. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu undanfarna daga hefur Flokkur fólksins á undanförnum árum fengið um 240 milljónir króna í opinber framlög til stjórnmálaflokka án þess að uppfylla skilyrði laga til þess. Þau kann hann að þurfa að endurgreiða.

Flokkur fólksins var stofnaður á eldhúsgólfinu hjá formanni hans, Ingu Sæland, árið 2016. Flokkurinn var fyrst kjörinn á þing árið 2017 en var meðal smáflokka að þingstyrk þar til í nýliðnum kosningum, þegar hann hlaut 10 þingsæti og komst að kjötkötlunum í ríkisstjórn valkyrjanna.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert