Mögulega raskanir á flugi til Írlands og Skotlands

Biðlað er til farþega sem eiga flug í fyrramálið að …
Biðlað er til farþega sem eiga flug í fyrramálið að fylgjast vel með gangi mála. Samsett mynd/Sigurður Bogi

„Við fylgj­umst vel með veður­spám og eins og staðan er núna er mögu­legt að rask­an­ir verði á flugi til Dublin og Glasgow í fyrra­málið,“ seg­ir Guðni Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, í sam­tali við mbl.is. 

Bú­ist er við ofsa­veðri á Bret­lands­eyj­um næsta sól­ar­hring­inn sem gæti stefnt lífi fólks í hættu. Hætt­an þykir mest á Írlandi, Norður-Írlandi og Skotlandi þar sem lægðin geng­ur að lík­ind­um yfir úr suðvestri og fær­ist meðfram norðvest­ur­strönd Írlands áður en hún fer til Skot­lands. 

Veður­stofa Írlands hef­ur gefið út rauða veðurviðvör­un fyr­ir alla eyj­una og er það í fyrsta skipti sem slík viðvör­un er gef­in út fyr­ir Norður-Írland frá því viðvör­un­ar­kerfið var tekið upp árið 2011. 

Guðni seg­ir að ef breyt­ing­ar verði gerðar á flugi til þess­ara áfangastaða muni flug­fé­lagið senda farþegum upp­færða ferðaáætl­un. Biðlar hann til þeirra sem eiga bókað flug til Dublin eða Glasgow í fyrra­málið að fylgj­ast vel með og tryggja að hafa tengiliðaupp­lýs­ing­ar rétt­ar. 

Hægt er að fylgj­ast með stöðu flug­ferða á vef Isa­via og í smá­for­riti Icelanda­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert