Það verða suðaustan 10-18 m/s í dag, en heldur hægari vindur norðanlands framan af degi.
Búast má við rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu, en úrkomuminna á að verða fyrir norðan.
Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig sunnan- og vestan til, en minnkandi frost fyrir norðan og austan.
Það lægir og kólnar sunnanlands síðdegis með snjókomu en styttir upp þar í kvöld.
Á morgun verður breytileg átt 5-10 m/s, en suðaustan 10-18 norðanlands framan af degi og gengur í austan 8-13 austan til síðdegis. Það verður dálítil snjókoma eða slydda öðru hverju í flestum landshlutum, en úrkomuminnst verður á suðvesturhorninu.
Hiti verður yfirleitt nálægt frostmarki, en frost 1 til 6 stig inn til landsins.